Pivot töflur og gröf - Excel

Námskeiðslýsing

Mælaborð í Excel

Þetta námskeið er fyrir þá sem notað hafa Excel en vilja færa kunnáttuna á næsta stig. Eins hentar það vel fyrir þá sem vilja ná meiru út úr OLAP / BI teningunum sínum. Námskeiðið er tvískipt: 

  • Fyrri hlutinn snýst um að greina töluleg gögn í pivot töflum. Það verður farið ítarlega yfir þá möguleika sem þar eru til staðar.
  • Seinni hlutinn snýst um birtingu gagna á myndrænu formi og yfirferð yfir helstu tegundir grafa og dæmi um hvar og hvenær þau eiga við.

Þessa þekkingu notum við síðan til að búa til mælaborð í Excel.

Námskeiðið byggir á virkri þátttöku nemenda.

Athugið að þátttakendur mæta með eigin PC tölvu á námskeiðið. Tölvan þarf að vera með Windows stýrikerfi með 2010 útgáfu af Excel eða nýrri.

Skipulag

Tími: Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga á milli kl. 9:00 - 13:00.

  • Mánudaginn 4. mars
  • Miðvikudaginn 6. mars

Lengd: 8 klst. (2 x 4 klst.)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Grimur-saemundsson_net-4

Grímur Sæmundsson

Ráðgjafi hjá Deloitte

Grímur er kerfisfræðingur frá HR og MBA. Hann hefur starfað sem ráðgjafi í viðskiptagreind undanfarin 15 ár, m.a. hjá Annata, Applicon og Umoe Consulting í Osló. Grímur hefur langa reynslu af kennslu og þjálfun, bæði í tengslum við innleiðingar á viðskiptagreind og sjálfstæð námskeið.

Verð

Verð: 61.000 kr.  

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Xxurjjur_1511362436542

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri


Skráning