Pivot töflur og gröf - Excel

Námskeiðslýsing

Þetta námskeið er fyrir þá sem notað hafa Excel en vilja færa kunnáttuna á næsta stig. Eins hentar það vel fyrir þá sem vilja ná meiru út úr OLAP / BI teningunum sínum. Námskeiðið er tvískipt: 

  • Fyrri hlutinn snýst um að greina töluleg gögn í pivot töflum. Það verður farið ítarlega yfir þá möguleika sem þar eru til staðar.
  • Seinni hlutinn snýst um birtingu gagna á myndrænu formi og yfirferð yfir helstu tegundir grafa og dæmi um hvar og hvenær þau eiga við.

Þessa þekkingu notum við síðan til að búa til mælaborð í Excel.

Námskeiðið byggir á virkri þátttöku nemenda.

Athugið að þátttakendur mæta með eigin PC tölvu á námskeiðið. Tölvan þarf að vera með Windows stýrikerfi með 2010 útgáfu af Excel eða nýrri.

Skipulag

Tími: Þriðjudaginn 5. september á milli kl. 9:00 - 13:00. 
         Fimmtudaginn 7. september á milli kl. 9:00- 13:00.

Lengd: 8 klst. (2 x 4 klst.)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Grímur Sæmundsson

Grímur Sæmundsson

Sérfræðingur í gagnavöruhúsum hjá Sjóvá.

 
Grímur er kerfisfræðingur frá HR og MBA. Hann hefur starfað sem ráðgjafi í viðskiptagreind undanfarin 15 ár, m.a. hjá Annata, Applicon og Umoe Consulting í Osló. Grímur hefur langa reynslu af kennslu og þjálfun, bæði í tengslum við innleiðingar á viðskiptagreind og sjálfstæð námskeið.

Verð

Verð: 43.000 kr.  

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

 

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri

 


Skráning