PMD stjórnendanám HR

Programme for Management Development

Námskeiðslýsing

Sívaxandi kröfur eru gerðar til stjórnenda samtímans. Í þeim hröðu breytingum sem ríkja í nútímaþjóðfélagi er mikilvægt að stjórnendur séu meðvitaðir um persónulega þróun sem er grunnundirstaða þess að stjórnendur geti orðið góðir leiðtogar.

Námið er hannað að alþjóðlegri fyrirmynd og lagað að íslenskum aðstæðum til að efla faglega þekkingu stjórnenda og auka færni, frammistöðu og frumkvæði þeirra í dagsins önn. 

Nokkrir helstu sérfræðingar og samstarfsaðilar HR leiða kennslu með stuðningi PMD fagráðs. Kennslan byggir að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi.

Lögð er áhersla á að þátttakendur séu ekki einungis að tileinka sér nýja þekkingu og færni á námskeiðunum sjálfum, heldur er skapað lærdómsumhverfi sem hvetur þátttakendur til að endurmeta og bæta stjórnunaraðferðir sínar á milli kennslulota. Kennslan byggir að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi. Námið samanstendur af sjö tveggja daga kennslulotum á um það bil fjögurra vikna millibili. 

Námið er ætlað stjórnendum með minnst þriggja ára stjórnunareynslu og haldbæra menntun. PMD-stjórnendanám HR er kjörinn vettvangur fyrir þá stjórnendur sem vilja bæta við menntun sína og hæfni samhliða vinnu, án þess að skuldbinda sig til langtímanáms. 

Lestu umsagnir nemenda um PMD stjórnendanám HR.

 

Skipulag

Námið er samtals 108 klukkustundir og samanstendur af sjö lotum.

  • Hver lota er kennd með u.þ.b fjögurra vikna millibili á fimmtudegi og föstudegi frá kl. 9:00 - 17:00.
  • Kennsla byggist að miklu leyti á hagnýtum verkefnum.
  • Námið hefst í september 2016 og lýkur í apríl 2017.


Umsóknarfrestur er til 9. september.

Lengd: 108 klst.

Staðsetning: 
Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.


Tímasetningar eru eftirfarandi*:

Forysta til framfara 22. og 23. september 2016 kl. 9:00-17:00
Persónuleg þróun I / Markþjálfun  20. og 21. október 2016 kl. 9:00-17:00
Rekstur og verðmætasköpun 17. og 18. nóvember 2016 kl. 9:00-17:00
Straumlínustjórnun 26. og 27. janúar 2017 kl. 9:00-17:00
Samfélagsleg ábyrgð / Breytingastjórnun 23. og 24. febrúar 2017 kl. 9:00-17:00
Stefnumótun / Árangur á markaði 23. og 24. mars 2017 kl. 9:00-17:00
Samningatækni /  Persónuleg þróun II 27. og 28. apríl 2017 kl. 9:00-17:00

*Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinendur

Almar Guðmundsson

Almar Guðmundsson

MBA

Almar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fyrrum framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og stundakennari við HR. Almar er með BSc Í hagfræði frá HÍ og MBA frá London Business School með áherslu á fjármál. Almar hefur kennt fjölmörg námskeið á sviði fjármála og rekstrar við Háskólann í Reykjavík frá stofnun skólans. Hann starfaði á fjármálamarkaði í 12 ár og hefur reynslu af ýmsum þáttum fjármálaumhverfis. 

Cheryl Smith

Cheryl Smith

MCC

Cheryl Smith býr yfir 30 ára reynslu sem stjórnendamarkþjálfi og leiðbeinandi. Hún er með MCC (Master certified coah) réttindi frá Alþjóðlegu markþjálfasamtökunum. Hún er einnig með MA-gráðu í leiðtogaþjálfun frá Royal Roads University. Cheryl hefur verið leiðbeinandi náms í markþjálfun í Opna háskólanum í HR frá upphafi. Cheryl er framkvæmdastjóri Leadscape Learning.
Gudrun Högnadóttir

Guðrún Högnadóttir

MHA

Guðrún Högnadóttir er Managing Partner hjá FranklinCovey á Íslandi. Auk stjórnunarstarfa og kennslu við HR hefur hún unnið síðastliðin ár sem leiðbeinandi og markþjálfi (executive coach) í íslensku atvinnulífi og leitt fjölda vinnustofa um árangur liðsheilda og vinnustaða.  Guðrún er viðurkenndur þjálfari í efni FranklinCovey um 7 venjur til árangurs, Leadership og 7 Habits of Highly Effective Managers auk Coaching Clinic CCUI.

Ketill Berg Magnússon

MBA

Ketill Berg Magnússon er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og kennari við Háskólann í Reykjavík þar sem hann kennir viðskiptasiðfræði og samfélaglega ábyrgð. Ketill hefur áralanga reynslu af stjórnun fyrirtækja, hefur þjálfað stjórnendur í 15 ár og setið í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Ketill er menntaður heimspekingur og rekstrarhagfræðingur (MA, MBA).

Kristján Vigfússon

MBA

Kristján Vigfússon, forstöðumaður MBA náms og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Kristján hefur sérhæft sig í stefnumótun, alþjóðaviðskiptum, samningatækni og Evrópumálum. Kristján lauk MA. prófi í Stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík.

Petur-Arason--1591

Pétur Arason

MSc

Pétur Arason, Chief challenger of status quo hjá Manino. Pétur er með MSc í rekstrarverkfræði frá háskólanum í Álaborg. Pétur starfaði í 9 ár hjá Marel, síðast sem Global Innovation Program Manager.  Þar áður hefur hann starfað m.a. hjá Flextronics í Danmörku og sem viðskiptaráðgjafi hjá ParX. Sérsvið hans eru nýsköpun í stjórnun fyrirtækja (e. management innovation), stefnumótun og innleiðing stefnu, straumlínustjórnun (e. lean) og aðferðir tengdar fyrirtækjakerfum, ferlastjórnun, stöðugum umbótum.

Valdimar Sigurðsson

PhD

Dr. Valdimar Sigurðsson er dósent í markaðsfræði og neytendasálfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.Valdimar lauk doktorsprófi sínu við Cardiff University undir leiðsögn prófessors Gordon Foxall. Hann hefur birt fjölda greina og bókakafla, unnið til rannsóknarstyrkja og situr í ritstjórn ameríska sálfræðiritsins The Psychological Record. Valdimar hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í markaðsmálum bæði á Íslandi sem og erlendis.

Þóranna Jónsdóttir

PhD

Þóranna Jónsdóttir er ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta og lektor við Háskólann í Reykjavík. Hún var forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík frá 2013 til 2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar HR frá 2011.  Á árunum 2005-2011 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, og hjá Vistor/Veritas Capital.  Frá árinu 1999 var hún lektor, forstöðumaður og stjórnendaráðgjafi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þóranna er með doktorsgráðu á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona, og meistaragráðu frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfamiðlun.  Hún hefur talsverða reynslu af stjórnarsetu, sat m.a. í stjórn Íslandsbanka, Lyfju og Auðar Capital og situr nú m.a. í stjórn Festi og Krónunnar.  Hún var formaður vinnuhóps um endurskoðun 4. og 5. útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út á vegum Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar. Þóranna hefur víðtæka reynslu af breytingastjórnun bæði í gegnum eigin störf og sem fyrirlesari, leiðbeinandi og ráðgjafi fyrir stjórnendur hjá fjölmörgum stærstu fyrirtækja landsins.  Þá hefur hún víða haldið erindi um viðskiptatengd málefni og stýrt fundum og ráðstefnum.   

Thordis-Jona-Sigurdardottir

Þórdís Jóna Sigurðardóttir

MBA

Þórdís Jóna Sigurðardóttir, eigandi Manifesto, sjálfstætt starfandi ráðgjafi, markþjálfi og stjórnarformaður stjórnar Hjallastefnunnar. Þórdís starfaði áður hjá Capacent og hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja undanfarin ár. Þórdís er með MBA gráðu frá Vlerick í Belgíu, MA gráðu í félagsfræði og BA gráðu í stjórnmálafræði.

Þröstur Olaf Sigurjónsson

PhD

Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson er dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þröstur hefur kennt stefnumótun á grunn- og meistarastigi við háskólann um árabil. Hann hefur unnið að stefnumótun fyrir fyrirtæki í flestum atvinnugreinum, sem sjálfstæður ráðgjafi meðfram starfi sínu hjá HR og áður fyrir KPMG á Íslandi og PWC í Kaupmannahöfn.

 

Verð

Verð: 770.000 kr

Innifalið í verði eru öll námsgögn og veitingar alla dagana auk tveggja tíma í stjórnendamarkþjálfun.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.


Fylgigögn umsóknar:

Hverri umsókn þarf að fylgja ferilskrá sem tiltekur:

  • Menntun
  • Starfsferill 
  • Stjórnendaferil

 

Hafðu samband

Lydia-starfsmannamynd--2-

Lýdía Huld Grímsdóttir

verkefnastjóri

 


Skráning