Markaðssetning á samfélagsmiðlum

Social Media, Viral and Word-of-Mouth Marketing

Námskeiðslýsing

Um námskeiðið

Námskeiðið fjallar um þær hröðu og mikilvægu breytingar sem eiga sér stað í markaðssetningu með samfélagsmiðlum. Sérstök áhersla verður á þá neytendamenningu sem samfélagsmiðlar hafa skapað og hvernig markaðssetning verður að taka mið af þessum breytingum. Samfélagsmiðlar eins og til dæmis Facebook, Twitter eða YouTube geta hentað mjög vel til að ná markmiðum fyrirtækja. Í þessu sambandi eiga grunnmarkmiðin alltaf að vera auknar tekjur, lækkun kostnaðar og ánægðari neytendur sem mæla með fyrirtækinu.

Það er þó oft þannig að fyrirtæki eru of upptekin við að fá sem mest „like“, eða láta sem flesta líka við vöruna eða þjónustuna, eða fá sem flesta „vini“ án þess að vera með einhvers konar módel eða hugsun um það hvernig eigi að breyta þessum „vinum“ í auknar tekjur, lækkun kostnaðar eða ánægðari neytendur; þessum helstu þáttum markaðssetningar.

Stefnumótun

Hér verður fjallað um nauðsyn þess að hanna sérstaka stefnumótun fyrir markaðssetningu með samfélagsmiðlum og að hún verði að vera partur af heildrænni hugsun í þessum efnum til að láta þá sem eru áhugasamir um vöruna/þjónustuna sýna sig, til þess að unnt sé að vinna í því að koma á sterkari samskiptum (t.d. fá tölvupóstfang líka) og lærdómi (hvað vitum við um þá?). Í þessu sambandi verður farið í nauðsyn þess að stunda prófanir og greiningar á árangri. 

Markaðssetning með samfélagsmiðlum gengur út á það að setja saman fyrirtæki og neytendur sem hafa áhuga á vörunni eða að virkja þá sem fyrir eru og láta virði samskiptana vaxa. Það er hægt að vera með getraunir og lofa verðlaunum og fá fullt af vinum; en eru þetta þeir vinir sem fyrirtækið vill fá sem eru að taka þátt í ókeypis lottói? Það er nauðsynlegt að setja fram sérstaka stefnumótun fyrir einstaka samfélagsmiðla en sú mörkun þarf að tengjast almennri þjónustustjórnun jafnt sem innri og ytri markaðssetningu fyrirtækisins sem mæld er ítarlega.

Niðurstöður tilrauna kynntar

Kynntar verða tilraunir á notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu sem stundaðar eru við viðskiptadeild HR í samstarfi við MMR. Tekin verður einnig fjöldi dæma um árangursríka og mistæka notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu bæði frá íslenskri markaðssetningu sem og erlendri. Allt snýst þetta um neytendur og neytendur eru fólk. Markaðsaðilar verða að þekkja bæði yrtar og óyrtar langanir neytenda, setja sér reglur um lágmarksþjónustu og skapa tækifæri til að fara fram úr væntingum. Miðlar líkt og TripAdvisor og Facebook verðlauna þá sem stunda kerfisbundna upplifunarstjórnun en eru jafnframt fljótir að refsa þeim sem standa ekki undir væntingum neytenda.

Að námskeiði loknu er stefnt að því að nemendur:

  • Hafi öðlast góðan skilning á mikilvægi umtals, neytendasálfræði og upplifunarstjórnunar
  • Geti rökstutt ákvarðanir hvað varðar markaðssetningu með samfélagsmiðlum á faglegum grunni
  • Hafi vitneskju um nýjustu aðferðafræði á sviði markaðssetningar með samfélagsmiðlum
  • Þekki bæði tækifæri og ógnanir sem fylgja því að nota samfélagsmiðla í markaðslegum tilgangi

Þetta námskeið er hluti af námslínunni Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram fimmtudaginn 31. janúar og föstudaginn 1. febrúar 2019 kl: 09:00-17:00.

Lengd: Samtals 16 klst (2 x 8 klst)

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Valdimar Sigurðsson

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík

Valdimar er BSc í sálfræði, MSc í viðskiptafræði og með PhD í markaðsfræði með áherslu á neytendahegðun. Valdimar lauk doktorsprófi sínu við Cardiff University undir leiðsögn prófessors Gordon Foxall og leiðir nú fagsvið markaðsfræða innan viðskiptadeildar HR. Hann hefur birt fjölda greina og bókakafla, unnið til rannsóknarstyrkja og situr í ritstjórn ameríska sálfræðiritsins The Psychological Record. Valdimar hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í markaðsmálum bæði á Íslandi sem og erlendis.

Verð

Verð: 101.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning