Sáttamiðlun fyrir stjórnendur

Námskeiðslýsing

Ágreiningur er órjúfanlegur hluti af viðfangsefnum stjórnenda. Sáttamiðlun er vaxandi aðferðarfræði við úrlausn ágreiningsmála þar sem leitast er við að deiluaðilar sjálfir komist að niðurstöðu um ágreining sinn í stað þess að þriðji aðili ákveði niðurstöðuna. 

Sáttamiðlun er m.a. notuð við lausn ágreinings sem upp kemur í daglegu lífi, hvort sem er í viðskiptum, innan fyrirtækja eða fjölskyldna. Farið verður yfir ferli og uppbyggingu sáttamiðlunar og hvernig stjórnendur geta nýtt sér þessa aðferðarfræði í daglegum störfum sínum. Þá verður litið til þerra aðferða sem hægt er að beita til að bæta samskipti á milli deiluaðila sem og árangursríkar aðferðir við upplýsingaöflun.  Kennsla byggist að miklu leyti á raundæmum (e. case studies) og nægur tími verður fyrir umræður og spurningar.

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur:

  • Hafi öðlast aukna færni í mannlegum samskiptum.

  • Geti beitt skapandi hugsun við úrlausn ágreiningsmála og hafi öðlast hæfni til að greina raunverulega ástæðu deilumála.

  • Geti nýtt sér virka hlustun við úrlausn ágreiningsefna og geti notað spurningatækni til að öðlast skilning á eðli ágreinings.

  • Hafi öðlast aukið sjálfstraust til þess að takast á við erfið deilumál innan fyrirtækja og þekki leiðir til að leysa úr þeim til lengri tíma litið.

Skipulag

Tími: Væntanlegt

Lengd: 8 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Leiðbeinandi

Elmar-snip

Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Ráðgjafi

 

Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem og úr háskólasamfélaginu. Elmar lærði sáttamiðlun við University of Pennsylvina í Bandaríkjunum og sinnti þar sáttamiðlun.  Þá hefur Elmar lokið framhaldsþjálfun í sáttamiðlun í viðskiptalegum deilum hjá Lögmannafélaginu í New York.
Elmar var um árabil lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann kenndi m.a. sáttamiðlun, lögfræði og fjármál. Hann er nú stundakennari við Lagadeild HÍ auk þess að sinna kennslu í MBA námi skólans. Þá er Elmar þjálfari hjá Dale Carnegie.


Verð

Verð: 67.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri