Markaðssetning á snjallsímum, snjalltækjum og upplifunarferlar

Mobile Marketing and the Customer Journey

Námskeiðslýsing

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu leiðir í markaðssetningu á snjalltækjum. Netnotkun á snjallsímum og spjaldtölvum hefur aukist gífurlega og hefur það haft víðtæk áhrif á markaðssetningu og viðskipti. Neytandinn/viðskiptavinurinn verður í aðalhlutverki á námskeiðinu og neytendahegðun skoðuð í tilliti til hvernig og hvenær best er fyrir fyrirtæki að ná til viðskiptavina í gegnum þessa miðla.  Notast verður við raundæmi úr atvinnulífinu. 

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

  • Þekki helstu leiðir markaðssetningar í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur
  • Geti sett sér markmið og mótað stefnu í snjallri markaðssetningu (mobile marketing)
  • Þekki helstu atriði er varða markmið, framkvæmd og mælingar í markaðssetningu með smáforritum í snjalltækjum  
  • Öðlist þjálfun í að nota og veita ráðgjöf í notkun internetsins í markaðsstarfi og þá sérstaklega þegar kemur að mikilvægi hreyfanlegra snjalltækja

Þetta námskeið er hluti af námslínunni Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram föstudaginn 16. febrúar 2019 frá kl: 09:00 - 17:00

Lengd: Samtals 8 klst.

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Valdimar Sigurðsson

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík

Valdimar er með BSc í sálfræði, MSc í viðskiptafræði og með PhD í markaðsfræði með áherslu á neytendahegðun. Valdimar lauk doktorsprófi sínu við Cardiff University undir leiðsögn prófessors Gordon Foxall og leiðir nú fagsvið markaðsfræða innan viðskiptadeildar HR. Hann hefur birt fjölda greina og bókakafla, unnið til rannsóknarstyrkja og situr í ritstjórn ameríska sálfræðiritsins The Psychological Record. Valdimar hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í markaðsmálum bæði á Íslandi sem og erlendis.

Verð

Verð: 61.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning