Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu

Professional Digital Marketing and E-business

Námskeiðslýsing

Námsbraut í stafrænni markaðssetningu og viðskiptum á netinu er unnin í samstarfi við viðskiptadeild og starfandi sérfræðinga á sviði stafrænnar markaðssetningar.

Kona stendur fyrir framan mjög stóran sjónvarpsskjá

„Ég fór í námið til að afla mér aukinnar þekkingar um hinn ört vaxandi heim stafrænnar markaðssetningar. Helstu styrkleika námsins tel ég vera hæfni kennara og leiðbeinenda og gæði gestafyrirlesara. Einnig er ég mjög ánægð með tengingu námsins við atvinnulífið og hversu vel það nýtist í starfi.“

Þóra Björg Clausen. rekstrarstjóri Vodafone Sjónvarp

Um námið

Í náminu er fjallað um stefnumótun, greiningar á árangri markaðssetningar og neytendum sem og tækjum og tólum. Margir af helstu sérfræðingum landsins halda gestafyrirlestur og sýna hvernig hægt er að takast á við viðfangsefnið út frá íslenskum veruleika. Námið er hagnýtt og takast nemendur meðal annars á við raundæmi í viðskiptum á netinu. Mikil áhersla er lögð á að nemendur geti nýtt sér um leið það sem þeir læra í sínu starfi.

Námslotur

Kennsla fer fram í eins til tveggja daga lotum frá kl. 9:00 - 17:00. Hver lota er kennd með tveggja vikna millibili á fimmtudögum og/eða föstudögum.

Fyrir hverja?

Við óskum eftir umsóknum frá einstaklingum úr hinum ýmsu starfsgreinum. Námið hentar bæði þeim sem starfa við markaðsmál og vilja styrkja tengslanet sitt og stöðu á vinnumarkaði sem og starfsfólki smærri fyrirtækja sem vilja hámarka nýtingu á boðleiðum í gegnum starfræna miðla. 

Umsagnir fyrri nemenda

Skipulag

Tími:

Kennsla fer fram í eins til tveggja daga lotum frá kl. 9:00 - 17:00. Hver lota er kennd með tveggja vikna millibili á fimmtudögum og/eða föstudögum.
Lengd: Námið samanstendur af 12 námskeiðshlutum sem eru kenndir í eins til tveggja daga lotum. Samtals 120 klst. 

Hægt er að taka staka önn í þessari námslínu.

Kennsluáætlun 2017-2018

Námskeiðshluti: Dagsetning: Tími:

Viðskipti á netinu og greiningar á neytendahegðun

 16. mars 09:00-17:00
 Vefgreiningar 5. apríl 09:00-17:00

Stefnumótun stafrænna markaðsherferða

 6.apríl 09:00-17:00

Kennsluáætlun 2018-2019*:

Námskeiðshluti:

 Dagsetning:

Tími:

Stafræn markaðssetning í hnotskurn

20. og 21. september 2018

9:00 - 17:00


Leitarvélar, leitarvélarbestun og efnismarkaðssetning

12. október 2018

 9:00 - 17:00
 Kostaðar leitarniðurstöður og vefborðar - vinnustofa í Google AdWords 8. og 9. nóvember 2018  9:00 - 17:00
 Markaðssetning með tölvupóstum 
23. nóvember 2018  9:00 - 17:00


Almannatengsl á netinu 

 7. desember  2018  9:00 - 17:00


      Jólafrí

Notkun myndbanda við markaðssetningu á netinu

18. janúar 2019  9:00 - 17:00

 

Samfélagsmiðlar, veirumarkaðssetning og umtal

31. janúar og 1. febrúar 2019  9:00 - 17:00
Markaðssetning á snjallsímum og spjaldtölvum

16. febrúar 2018

09:00 - 17:00
Framtíðin í stafrænni smásölu
1. mars 2019  9:00 - 17:00
Viðskipti á netinu og greiningar á neytendahegðun 15. mars 2019  9:00 - 17:00

Vefgreiningar

29. mars 2019  9:00 - 17:00

Stefnumótun stafrænna markaðsherferða

12. apríl 2019


 9:00 - 17:00

* Kennsluáætlun er birt með fyrirvara um breytingar.

Leiðbeinendur

Dr. Valdimar Sigurðsson

Dr. Valdimar Sigurðsson

Dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík

Valdimar er B.Sc. í sálfræði, M.Sc. í viðskiptafræði og með Ph.D. í markaðsfræði með áherslu á neytendahegðun. Valdimar lauk doktorsprófi sínu við Cardiff University undir leiðsögn prófessors Gordon Foxall og leiðir nú fagsvið markaðsfræða innan viðskiptadeildar HR. Hann hefur birt fjölda greina og bókakafla, unnið til rannsóknarstyrkja og situr í ritstjórn ameríska sálfræðiritsins The Psychological Record. Valdimar hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í markaðsmálum bæði á Íslandi sem og erlendis.
AriSteinars

Ari Steinarsson

Vefráðgjafi og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 9 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfaði einnig hjá TM software og sem framkvæmdastóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Sailors. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavík Excursions.
Andres-jonsson

Andrés Jónsson

Sérfræðingur í almannatengslum, eigandi Góðra samskipta

Andrés er stofnandi og eigandi Góðra samskipta. Hann hefur starfað við fjölmiðla og almannatengsl í meira en 10 ár. Andrés hefur haldið fjölda fyrirlestra um almannatengsl, krísustjórnun, samfélagsmiðla, fjölmiðlaframkomu, markaðssetningu á netinu og tengslamyndun og hefur kennt á námskeiðum á vegum Háskólans í Reykjavík, Listaháskólans, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri.


Verð

Verð: 535.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Hægt er að skrá sig á staka önn í náminu.

Haustönn 2018: 310.000 kr.

Vorönn 2019: 352.000 kr.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri


Sækja um