Sterkari leiðtogi - liðsuppbygging og árangur

Námskeiðslýsing

Hvort sem við rekum lítið fjölskyldufyrirtæki eða stórfyrirtæki með hundruðum starfsmanna þá veltur þróun og árangur þess á hæfni leiðtoganna til að leysa vandamál og hámarka auðlindir eins og tíma, fjármagn og mannauð. Rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningalegt ástand okkar ákvarðar aðgengi heilans að þekkingu, hæfileikum og sköpunargáfum, auk þess að hafa stórkostleg áhrif á samskiptahæfni og áhrifamátt.

Það er lykilatriði fyrir fyrirtæki að leiðtogar þess séu í góðu tilfinningalegu ástandi sem gerir þeim kleift að hámarka gæði ákvarðana sinna og athafna svo fyrirtækið fái notið þess besta sem þeir hafa upp á að bjóða.

Þetta námskeið fjallar um mátt tilfinninganna og hvernig við getum tekið stjórn á þeim svo þær vinni með okkur en ekki á móti.

Ávinningur námskeiðsins snýr annars vegar að einstaklingnum og hins vegar að liðsheildinni.

Ávinningur sem snýr að einstaklingnum:

 • Kynnist hugmyndafræði og aðferðum sem geta aukið lífsgæði fólks á öllum sviðum
 • Kynnist áhrifamætti tilfinninga á velgengni og lífsfyllingu
 • Aukin þekking og færni til að virkja mátt tilfinninganna til að hámarka gæði ákvarðana og athafna
 • Aukin hæfni til að laða fram sitt allra besta þegar viðkomandi vill

Ávinningur sem snýr að liðsheild:

 • Styrkir samskipti, traust og trú á liðsheildina
 • Skilningur á áhrifum eigin tilfinninga á hóp sem heild
 • Aukinn hæfni til að byggja upp sterkari liðsheild og að hafa uppbyggileg áhrif á vinnufélaga sína.
 • Aukin hæfni til að vera í framúrskarandi tilfinningalegu ástandi og styðja aðra í að gera slíkt hið sama. 

Fyrir hverja er námskeiðið:

Fyrir þá sem hafa áhuga á að rækta leiðtogahæfni sína, og/eða vilja byggja upp sterka liðsheild.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram mánudagana 22. og 29. janúar frá kl 9:00 – 12:00.

 • 22. janúar – Sterkur leiðtogi með aðgengi að sínu allra besta.
 • 29. janúar -  Liðsuppbygging og árangursnámskeið.

Lengd: 2 x 3 klst.

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.    

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Bjartur-Gudmundsson_1508331435653


Bjartur Guðmundsson

 

Leikari og árangursþjálfi

Námskeiðið er byggt á menntun og reynslu Bjarts sem leikara í bland við hugmyndafræði og aðferðir sem er að finna í eftirfarandi bókum og námskeiðum:

 

 • Positivity eftir Dr.Barbara Fredrickson
 • The talent code eftir Daniel Coyle
 • Unlimited power eftir Anthony Robbins
 • Awaken the giant within eftir Anthony Robbins
 • Unleash the power within eftir Anthony Robbins
 • Think and Grow rich eftir Napoleon Hill
 • As a man thinketh eftir James Allen
 • NLP: The essential guide to Neuro-linguistic programming eftir Tom Hoodyar, Tom Dotz, Susan Sanders.
 • 7 strategies for wealth & happiness eftir Jim Rohn
 • Lead the field eftir Earl Nightingale

 

 

Verð

Verð: 40.000 kr.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og létt kaffi hressing.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband


Linda Vilhjálmsdóttir

Verkefnastjóri

 

Skráning