Sterkari leiðtogi - Liðsuppbygging og árangursþjálfun

Námskeiðslýsing

Hvort sem við rekum lítið fjölskyldufyrirtæki eða stórfyrirtæki með hundruðum starfsmanna þá veltur þróun og árangur þess á hæfni leiðtoganna til að leysa vandamál og hámarka auðlindir eins og tíma, fjármagn og mannauð. Rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningalegt ástand okkar ákvarðar aðgengi heilans að þekkingu, hæfileikum og sköpunargáfum, auk þess að hafa stórkostleg áhrif á samskiptahæfni og áhrifamátt.

Það er lykilatriði fyrir fyrirtæki að leiðtogar þess séu í góðu tilfinningalegu ástandi sem gerir þeim kleift að hámarka gæði ákvarðana sinna og athafna svo fyrirtækið fái notið þess besta sem þeir hafa upp á að bjóða.

Þetta námskeið fjallar um mátt tilfinninganna og hvernig við getum tekið stjórn á þeim svo þær vinni með okkur en ekki á móti.

Ávinningur námskeiðsins snýr annars vegar að einstaklingnum og hins vegar að liðsheildinni.

Ávinningur sem snýr að einstaklingnum:

  • Kynnist hugmyndafræði og aðferðum sem geta aukið lífsgæði fólks á öllum sviðum
  • Kynnist áhrifamætti tilfinninga á velgengni og lífsfyllingu
  • Aukin þekking og færni til að virkja mátt tilfinninganna til að hámarka gæði ákvarðana og athafna
  • Aukin hæfni til að laða fram sitt allra besta þegar viðkomandi vill

Ávinningur sem snýr að liðsheild:

  • Styrkir samskipti, traust og trú á liðsheildina
  • Skilningur á áhrifum eigin tilfinninga á hóp sem heild
  • Aukinn hæfni til að byggja upp sterkari liðsheild og að hafa uppbyggileg áhrif á vinnufélaga sína.
  • Aukin hæfni til að vera í framúrskarandi tilfinningalegu ástandi og styðja aðra í að gera slíkt hið sama. 

Fyrir hverja er námskeiðið:

Fyrir þá sem hafa áhuga á að rækta leiðtogahæfni sína, og/eða vilja byggja upp sterka liðsheild.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram mánudagana 18. og 21. febrúar 2019 frá kl 13:00 – 16:00.

  • 18. febrúar – Sterkur leiðtogi með aðgengi að sínu allra besta.
  • 21. febrúar -  Liðsuppbygging og árangursnámskeið.

Lengd: 2 x 3 klst.

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.    

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Bjartur-Gudmundsson_1508331435653

Bjartur Guðmundsson 

Leikari og árangursþjálfi

Námskeiðið er byggt á menntun og reynslu Bjarts sem leikara í bland við hugmyndafræði og aðferðir sem er að finna í eftirfarandi bókum og námskeiðum:

Positivity e. Dr.Barbara Fredrickson

The talent code e. Daniel Coyle

Unlimited power e. Anthony Robbins

Awaken the giant within e. Anthony Robbins

Unleash the power within e. Anthony Robbins

Think and Grow rich e. Napoleon Hill

As a man thinketh e. James Allen

NLP: The essential guide to Neuro-linguistic programming e. Tom Hoodyar, Tom Dotz, Susan Sanders.

7 strategies for wealth & happiness e. Jim Rohn

Lead the field e. Earl Nightingale

Verð

Verð: 47.000 kr.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og létt kaffi hressing.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Linda Vilhjálmsdóttir

Linda Vilhjálmsdóttir

VerkefnastjóriSkráning