Stjórnendur í verslun og þjónustu

í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)

Námskeiðslýsing

Námslínan er samstarfsverkefni Opna háskólans í HR og Samtaka verslunar og þjónustu og er ætluð stjórnendum.

Maður stendur í miðri raftækjaverslun og horfir í myndavélina

„Helsti styrkleiki námsins er áhersla á hagnýt atriði sem nýtast stjórnendum í verslun og þjónustu. Námið veitir nýjum stjórnendum þekkingu á faglegum vinklum starfsins og gefur reynslumiklum stjórnendum nýja sýn á starf sitt. Í náminu eru samankomnir einstaklingar úr mismunandi verslunar- og þjónustustörfum sem miðla af fjölbreyttri reynslu.“

Sófús Árni Hafsteinsson, verslunarstjóri ELKO

Um námið

 

Áherslan í náminu er á hagnýta færni og þekkingu. Lögð er áhersla á raunhæf verkefni til að tengja við vinnuumhverfi og áskoranir í starfi þátttakenda. Námslínan samanstendur af eftirfarandi sjö efnisþáttum:

 

 • Stjórnun og leiðtogahæfni

 • Mannauðsstjórnun

 • Framsögn og framkoma

 • Tímastjórnun og skipulag

 • Sölutækni og þjónustustjórnun

 • Markaðsmál - Uppstilling og framsetning

 • Rekstur og fjármál

Námslínan hefst 4. september og lýkur 4. desember. 

Skipulag

Tími: Kennt er á þriðjudögum frá kl. 13.00-17.00.

Lengd: 56 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík. 2. hæð í Mars-álmu.

Umsóknarfrestur er til 27. ágúst 2018.

Sjá nánari upplýsingar um kennsluáætlun

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist.

Námið samanstendur af sjö efnisþáttum, sjá nánar hér:

Stjórnun og leiðtogahæfni

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: 

 • Hafi skilning á því hvað felist í grunnþáttum stjórnunar og forystu
 • Þekki helstu áskoranir jafningjastjórnunar 
 • Þekki til breytingastjórnunar
 • Þekki til árangursríkrar upplýsingamiðlunar
 • Hafi öðlast betri þekkingu á styrkleikum sínum sem og veikleikum í hlutverki stjórnandans og hvernig vinna megi með þá þætti til þess að hafa betri áhrif á eigin hegðun sem og hegðun annarra.

Sölutækni og þjónustustjórnun

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi öðlast betri færni í sölutækni og þjónustustjórnun
 • Þekki lykilatriði viðskiptatryggðar og hvernig megi viðhalda henni
 • Þekki muninn á ytri og innri þjónustustjórnun
 • Hvernig snúa megi kvörtunum upp í tækifæri

Framsögn og framkoma

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi fengið þjálfun í framsögn og í því að koma fram fyrir hóp fólks
 • Hafi fengið þjálfun varðandi framkomu og betri líkamstjáningu
 • Hafi fengið þjálfun í að vera betri talsmenn fyrir fyrirtækin og hlutverkið/starfið semviðkomandi sinnir
 • Hafa skilning á hvernig sjálfsvirðing getur bætt ímynd þeirra sem stjórnenda og fulltrúa fyrirtækja sinna
 • Þekki til aðferða sem nýta má til að hafa áhrif á jákvæða upplifun viðskiptavinarins

Tímastjórnun og skipulag

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi náð betri þekkingu á árangursríkri tíma- og verkefnastjórnun
 • Hafi öðlast betri hæfni í skipulagi og forgangsröðun verkefna
 • Hafi betri stjórnun á ytra áreiti og algengum tímaþjófum
 • Hafi öðlast betri hæfni í deilingu verkefna og valds

Mannauðsstjórnun

 • Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Skilji hlutverk stjórnandans sem mannauðsstjóra
 • Þekki lykilþætti stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunar, þ.e. mönnun, ráðningar, starfsþróun, launa- og frammistöðustjórnun og starfslok
 • Þekki mikilvægi „réttrar“ ráðningar
 • Þekki mikilvægi hvatningar og endurgjafar
 • Átti sig á mikilvægi starfsánægju og hvernig megi stuðla að henni innan hópsins

Markaðsmál - Uppstilling og framsetning

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Þekki til grundvallaratriða markaðs- og kynningarmála
 • Skilji mikilvægi markaðsmála í starfsemi og velgengni fyrirtækja
 • Geti greint tækifæri og ógnanir á markaði
 • Öðlist skilning á kauphegðun fólks og þekki helstu atriði neytendasálfræði
 • Skilji hvernig uppstilling og framsetning á vörum í verslunum hefur áhrif á neytendahegðun

Rekstur og fjármál

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi betri þekkingu á rekstri og fjármálum verslunar
 • Hafi skilning á rekstrarreikningi og geti tengt hann við dagleg störf, þekki til hugtaka eins og kostnaðarverðs seldra vara, þekktrar og óþekktrar rýrnunar og aðra þættir sem hafa áhrif árekstrarafkomu.
 • Þekki ferli áætlanagerðar
 • Þekki grunnþætti innkaupa- og birgðastjórnunar
 • Skilji samhengi allra þeirra þátta sem mynda rekstur (stjórnun, gildi, stefna og markmið skipulagsheildarinnar)
 • Hafi öðlast grunnþekkingu á Straumlínustjórnun út frá hugtökunum stöðugar umbætur og tegundum sóunar.

Leiðbeinendur

Alda Sigurðardóttir

Alda Sigurðardóttir

MBA og ACC stjórnendamarkþjálfi

 
Alda hefur undanfarin ár þjálfað fjölda stjórnenda og sérfræðinga bæði í einstaklingsþjálfun (e. Executive coaching) og haldið námskeið, fyrirlestra, stýrt starfsdögum og stærri vinnufundum hérlendis sem erlendis. Sjálf býr hún yfir fjölbreyttri stjórnunarreynslu og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum ásamt því að sitja í fjölmörgum stjórnum og nefndum. Alda rekur eigið fyrirtæki Vendum en er jafnframt í samstarfi við Opna háskólann í HR og kennir þar stjórnunartengd námskeið. Hún er menntaður stjórnmála- og atvinnulífsfræðingur frá HÍ og er með MBA gráðu frá HR, hún hefur jafnframt lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í HR og Coach University. Hún er með ACC vottunfrá ICF, International Coach Federation.
Ketill Berg Magnússon

Ketill Berg Magnússon

MBA

 
Ketill Berg er framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stjórnendamarkþjálfi, kennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við Háskólann í Reykjavík. Hann er einnig ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar, samfélagsábyrgðar og viðskiptasiðfræði. Hefur yfir 10 ára reynslu sem mannauðsstjóri og sem stjórnendaráðgjafi. Ketill hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum, s.s. stjórnarsetu í félagasamtökum, fagfélögum og fyrirtækjum. Ketill er MBA frá ESADE í Barcelona 2008, MA í heimspeki með sérhæfingu í vinnusiðfræði frá University ofSaskachewan í Kanada 1997, BA frá Háskóla Íslands 1993.
María Ellingsen

María Ellingsen

BA

 
María er með BA gráðu í leiklist frá New York University og starfar sem leikari, leikstjóri, höfundur og kennari. Hún er með margra ára reynslu sem stjórnendaþjálfari og fyrirlesari og hefur kennt á fjölda námskeiða í Opna háskólanum í HR og í akademískum deildum HR.

 

Lara-Oskarsdottir

Lára Óskarsdóttir

ACC stjórnendamarkþjálfi

 

Lára lauk B.Ed. próf frá HÍ 2008 og diplomanámi í mannauðsstjórnun frá EHÍ.  Hún hefur einnig lokið námi í stjórnendamarkþjálfun (e. Executive coaching) frá Opna háskólanum í HR og Coach University. Lára er með ACC vottun frá International Coach Federation. Árið 2016 lauk hún námi í Straumlínustjórnun (Lean management) frá Opna háskólanum í HR. 

Lára rak sitt eigið fyrirtæki til ársins 1994 en söðlaði þá um. Um árabil starfaði hún sem kynningarstjóri fyrir Íþrótta- og Ólympíusambandið og Ungmennafélag Íslands. Hún starfaði sem Dale Carnegie þjálfari fram til ársins 2013. Lára hefur mikla reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi og hefur m.a. starfað með stjórnendum og starfsmönnum fjölda fyrirtækja og stofnanna á Íslandi. Lára þýddi bókina Meira sjálfstraust eftir Paul McGee, 2010.  

Valdimar Sigurðsson

Valdimar Sigurðsson

PhD

 

Valdimar er dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann er B.Sc. í sálfræði, M.Sc. í viðskiptafræði og með Ph.D. í markaðsfræði með áherslu á neytendahegðun. Valdimar lauk doktorsprófi sínu við Cardiff University undir leiðsögn prófessors Gordon Foxall og leiðir nú fagsvið markaðsfræða innan viðskiptadeildar HR. Hann hefur birt fjölda greina og bókakafla, unnið til rannsóknarstyrkja og situr í ritstjórn ameríska sálfræðiritsins The Psychological Record. Valdimar hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í markaðsmálum bæði á Íslandi sem og erlendis.

JonHreinsson_mynd

Jón Hreinsson

MBA

 

Jón er fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hefur unnið með fyrirtækjum og frumkvöðlum við þróun viðskiptahugmynda og uppbyggingu rekstrar í yfir 15 ár. Hann kennir einnig við nám í Hótelstjórnun og veitingahúsarekstri, Rekstrar og fjármálanámi við Opna háskólann í HR auk annarra námskeiða. Jón er stjórnarmaður í Búseta hsf. Hann er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, Iðnrekstrarfræði og viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri.

Verð

Verð: 345.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra KR. Ólafsdóttir

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

 

Skráning