Stjórnun í sérfræðingaumhverfi

Námskeiðslýsing

Þekkingarfyrirtæki byggja árangur sinn og afkomu fyrst og fremst á fólki. Skilvirk stjórnun og skynsamleg nýting mannauðs eru lykilþættir verðmætasköpunar og árangursríks reksturs. 

Þetta námskeið spannar allar helstu stjórnunar áskoranir í sérfræðingaumhverfi og gefur greinargott yfirlit um hvernig auka megi árangur og starfsánægju meðal sérfræðinga. Meðal annars verður tekið á hvatningu, þjálfun, skilvirkni, frammistöðustjórnun og starfsþróun,  auk þess sem fjallað verður um starfshelgun og kulnun í starfi.  Þá verður ennfremur fjallað um þær fjölmörgu áskoranir sem fylgja því að þróast úr sérfræðingsstarfi í stjórnendastarf og hvernig megi auka árangur þeirra sérfræðinga sem taka á sig stjórnunarábyrgð.

Ávinningur:

  • Aukinn skilningur á þörfum og væntingum sérfræðinga.
  • Aukin hæfni í að beita skilvirkum stjórnunaraðferðum í sérfræðingaumhverfi.
  • Aukin hæfni í að auka helgun og draga úr líkum á kulnun í starfi.
  • Aukin þekking á þeim áskorunum sem fylgja því að færast úr sérfræðingsstarfi í stjórnunarstarf.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram þriðjudaginn 12. september og fimmtudaginn 14. september frá kl. 9:00 - 12:00.   

Lengd: 2x3 klst. 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

dr. Þóranna Jónsdóttir

Dr. Þóranna Jónsdóttir

PhD

Þóranna er ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta. Hún var forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík frá 2013 til 2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar HR frá 2011. Á árunum 2005-2011 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, og hjá Vistor/Veritas Capital. Frá árinu 1999 var hún lektor, forstöðumaður og stjórnendaráðgjafi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.   

Þóranna er með doktorsgráðu á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og meistaragráðu frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur talsverða reynslu af stjórnarsetu, sat m.a. í stjórn Íslandsbanka, Lyfju og Auðar Capital og situr nú m.a. í stjórn Festi og Krónunnar. Hún var formaður vinnuhóps um endurskoðun 4. og 5. útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út á vegum Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar.
Þóranna hefur víðtæka reynslu af breytingastjórnun bæði í gegnum eigin störf og sem fyrirlesari, leiðbeinandi og ráðgjafi fyrir stjórnendur hjá fjölmörgum stærstu fyrirtækja landsins. Þá hefur hún víða haldið erindi um viðskiptatengd málefni og stýrt fundum og ráðstefnum. 

Verð

Verð: kr. 70.000. 

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kr.-Olafsdottir---RU

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

sandrak@ru.is
599 6342Skráning