4DX - The 4 Disciplines of Execution

Námskeiðslýsing

Fjórar grunnstoðir innleiðingar stefnu (4DX) er einföld og sannreynd aðferðafræði til að innleiða mikilvægar áherslubreytingar sem kalla á breytta hegðun. 4DX er ekki hugmyndafræði heldur fastmótuð aðferð til að ná raunverulegum árangri sem hefur verið þróuð af hundruðum fyrirtækja og þúsundum teyma á undanförnum áratug. FranklinCovey hefur í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Expectus innleitt aðferðafræðina hjá fjölda fyrirtækja og stofnana á Íslandi og nú nýta á fimmta hundrað íslenskra teyma aðferðina í viku hverri.

Á þessari vinnustofu Opna háskólans í HR og FranklinCovey fá þátttakendur þjálfun í 4DX aðferðafræðinni og aðgang að sérhönnuðum hugbúnaði til að auðvelda innleiðingu aðferðarinnar.

Að vinnustofu lokinni ættu þátttakendur að: 

  • Geta valið og sett áherslu á mikilvægasta markmiðið hverju sinni (Focus on the Wildly Important Goal)
  • Geta skilgreint aðferðir sem hreyfa við mikilvægasta markmiðinu (Lead Measures)
  • Geta hannað og nýtt stigatöflur til að fylgjast með framgangi og tryggja stöðugar umbætur (Scoreboards)  

 

Innifalið í námskeiðsgögnum: 

  • Metsölubókin The 4 Discipline of Execution eftir Chris McChesney, Jim Huling og Sean Covey
  • Vönduð innbundin námskeiðsgögn
  • Aðgangur að 4DX OS Team, sem er sérhannaður hugbúnaður til að innleiða aðferðafræðina. Leyfið nær yfir eitt teymi og innifalið er leyfisgjald til 12 mánaða
  • Aðgangur að vönduðu kennsluefni á vefgáttinni, fjöldi myndbanda og sýnidæmi til að útskýra hugtök og auðvelda innleiðingu  

Skipulag

Tími: Miðvikudagur 23. janúar 2018, frá kl. 9:00-17:00

Lengd: 1x8 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið. 

Leiðbeinandi

Kristinn Tryggvi Gunnarsson

Kristinn Tryggvi Gunnarsson

Viðskiptastjóri hjá FranklinCovey á Íslandi. MBA.

Kristinn Tryggvi er viðskiptastjóri hjá FranklinCovey. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og lauk BS prófi í stjórnun frá University of North Carolina og MBA prófi frá University of Georgia. Kristinn hefur víðtæka stjórnunarreynslu. Hann starfaði í sjö ár hjá Íslandsbanka, lengst af sem útibússtjóri, og í fjögur á hjá SPRON, sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og síðar markaðsmála. Á tímabilinu 2002-2008 starfaði Kristinn hjá Capacent, fyrst sem ráðgjafi, síðar sem framkvæmdastjóri ráðgjafasviðs og síðustu tvö árin sem forstjóri Capacent á Íslandi. Árið 2009 var hann einn af stofnendum Expectus og starfaði þar við ráðgjöf og stjórnun þar til að hann gekk til liðs við FranklinCovey í apríl. Kristinn hefur starfað með fjölmörgum af stærstu fyrirtækjum landsins á sviði stefnumótunar, markað- og þjónustumála. Hann starfaði sem stundakennari við viðskiptadeild HR um níu ára skeið, þar sem hann kenndi þjónustustjórnun, leiðtogafræði og breytingastjórnun. Hann hefur mikla reynslu af lóðsun og stjórnendaþjálfun og hefur auk réttinda frá FranklinCovey lokið þjálfun hjá Project Adventure, Corporate Lifecycles, Lego Serious Play, Blue Ocean Strategy, Corporat Coach U og SHL.

Verð

Verð: 80.000 kr.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Sandra-Kr.-Olafsdottir_staff

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri