7 venjur árangursríkra stjórnenda

Námskeiðslýsing

Einstök nálgun

Gerðu þínum stjórnendum kleift að leiða ykkar teymi til árangurs !

Stöðugur og varanlegur árangur er krefjandi verkefni fyrir hvaða stjórnanda sem er. Áður fyrr beindist stjórnun að því að stýra hegðun fólks en í dag er annað uppi á teningnum. Í þessari spennandi vinnustofu er sjónum þátttakenda beint að grunnatriðum þess að leiða þekkingarsamfélag dagsins í dag. Sem dæmi má nefna lausn ágreinings, forgangsröðun, frammistöðustjórnun, ábyrgð og traust, framkvæmd stefnu, samvinnu og þróun teyma og starfsfólks.

Markmið vinnustofunnar:

  • Persónuleg forysta og starfsþróun - kynntar eru aðferðir til að efla frumkvæði, skipuleggja sig, vinna að markmiðum og stefnu og virkja liðsheildina til árangurs.
  • Leiðtogaþróun - 7 venjur til árangurs efla hæfileika verðandi og vaxandi leiðtoga með því að skerpa framtíðarsýn, forgangsraða verkefnum, skilja betur eigin hlutverk og ná fram samlegðaráhrifum hópsins.
  • Efla hæfni í að takast á við breytingar - það hefur sýnt sig að nálgun 7 venja til árangurs á mjög vel við þar sem tekist er á við erfiðar eða umfangsmiklar breytingar og þar sem byggja á á traustum grunni gilda og framtíðarsýnar.
  • Liðsheild - sérstaklega er unnið með hæfileika stjórnenda til að leiða aðra til árangurs. Meðal annars að innleiða "win-win" hugarfar í samskiptum/samningum/viðskiptum, kenna leiðir til skilningsríkrar hlustunar og endurgjafar og að virða ólík sjónarhorn og nýta viðtalstækni til árangurs.


Innifalið í námskeiðsgjöldum:

  • Valkvætt 360° frammistöðumat fyrir og eftir þjálfun til að mæla árangur við stjórnun.
  • Ríkuleg og umfangsmikil handbók fyrir þátttakendur
  • "Management Essentials" hefti sem veitir innsýn í hlutverk stjórnenda
  • Hljóðdiskur þar sem Stephen R. Covey útskýrir hvernig 7 venjurnar eiga við um stjórnendur
  • Prantaðar og rafrænar útgáfur verkfæranna sem kynnt eru í vinnustofunni

Skipulag

Tími: Vinnustofan fer fram dagana 9. og 10. apríl 2019, kl. 09:00-17:00.

Lengd: 2x8 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Leiðbeinandi 

Gudrun-HognadottirI


Guðrún Högnadóttir

Framkvæmdastjóri og eigandi FranklinCovey á Íslandi. MHA.

Guðrún er framkvæmdastjóri og eigandi FranklinCovey á Íslandi. Auk stjórnunarstarfa og kennslu við HR hefur hún síðastliðin ár unnið sem leiðbeinandi og markþjálfi (e. executive coach) í íslensku atvinnulífi og leitt fjölda vinnustofa um árangur liðsheilda og vinnustaða. Guðrún er viðurkenndur þjálfari í efni FranklinCovey um 7 venjur til árangurs, Leadership og 7 Habits of Highly Effective Managers auk Coaching Clinic CCUI.

Verð

Verð: 140.000 kr.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Lýdía Huld Grímsdóttir

Lýdía Huld Grímsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning