7 venjur til árangurs - grunnur

Námskeiðslýsing

Á öllum sviðum vinnustaðarins skiptir árangur einstaklinga máli. Hvort sem um er að ræða yfirstjórnendur, meðlimi teyma eða millistjórnendur magnar slök frammistaða falinn kostnað lakra afkasta, glataðra tækifæra og mikillar starfsmannaveltu. Einstaklingar eru afkastameiri og nota hæfileika sína betur þegar þeir deila sameiginlegri sýn sem byggir á hlutverki og markmiðum vinnustaðarins.

Vinnustofa Opna háskólans í HR og FranklinCovey, 7 venjur til árangurs - grunnur (e. foundations) gerir þátttakendum kleift að öðlast færni í að vinna að auknum árangri í lífi og starfi með því til dæmis að taka af skarið, vinna að eigin stefnumörkun, forgangsraða verkefnum, vinna að auknu samstarfi, nýta öflugar leiðir til samskipta og endurgjafar, virkja sköpunargleði og auka hvatningu. Með nýrri þekkingu, hæfileikum og verkfærum verða einstaklingar hæfari til að taka á málum, vinna saman sem teymi, auka ábyrgð og setja markið hærra. 

Markmið vinnustofunnar eru eftirfarandi: 

  • Persónuleg forysta og starfsþróun - kynntar eru aðferðir til að efla frumkvæði, skipuleggja sig, vinna að markmiðum og stefnu og virkja liðsheildina til árangurs.
  • Leiðtogaþróun - 7 venjur til árangurs efla hæfileika verðandi og vaxandi leiðtoga með því að skerpa á framtíðarsýn, forgangsraða verkefnum, skilja betur eigin hlutverk og ná fram samlegðaráhrifum hópsins.
  • Efla hæfni í að takast á við breytingar - það hefur sýnt sig að nálgun Covey á mjög vel við þar sem tekist er á við erfiðar eða umfangsmiklar breytingar og þar sem byggja á á traustum grunni gilda og framtíðarsýnar.
  • Liðsheild - sérstaklega er unnið með hæfileika stjórnenda til að leiða aðra til árangurs, meðal annars að innleiða "win-win" hugarfar í samskiptum/samningum/viðskiptum, kenna leiðir til skilningsríkrar hlustunar og endurgjafar og að virða ólík sjónarhorn og nýta viðtalstækni til árangurs.


Að vinnustofu lokinni ættu þátttakendur að:

  • Hafa lært meginreglur sem gera þeim kleift að hámarka möguleika sína
  • Hafa uppgötvað hvernig þeir geta stóreflt frammistöðu sína og náð faglegum markmiðum sínum með því að forðast bæði það að vera háðir eða óháðir, og færast yfir í að vera háðir innbyrðis, en þar liggur raunveruleg velgengni
  • Þekkja leiðir sem gera þeim kleift að uppgötva frá fyrstu hendi þá umbun sem fylgir framúrskarandi samvinnu

Skipulag

Tími: Vinnustofan fer fram fimmtudaginn 17. janúar 2019, kl. 09:00-17:00.

Lengd: 1x8 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið. 

Leiðbeinandi

Gudrun-HognadottirI

Guðrún Högnadóttir

Framkvæmdastjóri og eigandi FranklinCovey á Íslandi. MHA.

Guðrún er framkvæmdastjóri og eigandi FranklinCovey á Íslandi. Auk stjórnunarstarfa og kennslu við HR hefur hún síðastliðin ár unnið sem leiðbeinandi og markþjálfi (e. executive coach) í íslensku atvinnulífi og leitt fjölda vinnustofa um árangur liðsheilda og vinnustaða. Guðrún er viðurkenndur þjálfari í efni FranklinCovey um 7 venjur til árangurs, Leadership og 7 Habits of Highly Effective Managers auk Coaching Clinic CCUI.

Verð

Verð: 80.000 kr.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Lýdía Huld Grímsdóttir

Lýdía Huld Grímsdóttir

Verkefnastjóri
Skráning