Innleiðing árangursríkrar innri samskiptastefnu

Námskeiðslýsing

Eitt af helstu umkvörtunarefnum starfsfólks er skortur á upplýsingum. Slíkar umkvartanir ber að taka alvarlega því slíkt er vísbending um að starfsfólkið hafi ekki allt sem til þarf til að ná árangri í starfi, sem aftur leiðir af sér sóun og óskilvirkni. 

Á þessu námskeiði verður fjallað um hvernig auka megi árangur og skilvirkni með því að bæta samskipti og upplýsingaflæði. Farið verður yfir hvernig greina megi þarfir og væntingar til samskipta og upplýsingaflæðis, hvernig skilgreina megi áherslur og forgangsröðun í  samskiptastefnu og hvernig við byggjum upp leiðir og kerfi til að koma á virkum samskiptaleiðum innan fyrirtækisins. Þá verður fjallað hvernig árangursrík innri samskiptastefna getur dregið úr ágreiningi og komið í veg fyrir árekstra og misklíð á vinnustað. Ennfremur verður farið yfir mat á árangri innri samskiptastefnu og hvernig stuðla megi að stöðugum úrbótum. 

Ávinningur

  • Þekking á uppbyggingu og lykilþáttum árangursríkrar innri samskiptastefnu.
  • Aukin þekking á þörfum fyrir upplýsingar og væntingum starfsfólks til upplýsingagjafar.
  • Aukin færni í að setja saman árangursríka innri samskiptastefnu.
  • Aukin færni í að setja upp skilvirkar samskiptaleiðir innan fyrirtækis.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram mánudaginn 15. október frá kl. 13:00 - 17:00.   

Lengd: 1x4 klst. 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

dr. Þóranna Jónsdóttir

Dr. Þóranna Jónsdóttir

 PhD

Þóranna er ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta. Hún var forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík frá 2013 til 2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar HR frá 2011. Á árunum 2005-2011 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, og hjá Vistor/Veritas Capital. Frá árinu 1999 var hún lektor, forstöðumaður og stjórnendaráðgjafi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. 

Þóranna er með doktorsgráðu á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og meistaragráðu frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfaviðskiptum.

Þóranna hefur talsverða reynslu af stjórnarsetu, sat m.a. í stjórn Íslandsbanka, Lyfju og Auðar Capital og situr nú m.a. í stjórn Festi og Krónunnar. Hún var formaður vinnuhóps um endurskoðun 4. og 5. útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út á vegum Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar. 

Þóranna hefur víðtæka reynslu af breytingastjórnun bæði í gegnum eigin störf og sem fyrirlesari, leiðbeinandi og ráðgjafi fyrir stjórnendur hjá fjölmörgum stærstu fyrirtækja landsins. Þá hefur hún víða haldið erindi um viðskiptatengd málefni og stýrt fundum og ráðstefnum.

Verð

Verð: 46.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri