Kjarkur til forystu

"Dare to lead"

Námskeiðslýsing

Hvernig er hægt að þjálfa hugrakkari og djarfari leiðtoga?

Hvort sem það eru stjórnendur hjá Google eða Pixar, eða herforingjar í bandaríska sjóhernum, þá vilja allir fá svar við sömu spurningunni: Hvernig er hægt að þjálfa djarfari leiðtoga sem velja hugrekki fram yfir þægindi, þora að ræða erfið mál og eru heilir og sannir?

Rannsóknir bandaríska prófessorsins dr. Brené Brown sýna að þá færni sé hægt að þjálfa. Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðir sem eru byggðar á áralöngum rannsóknum hennar og vinnu með fyrirtækjum á Fortune 50 listanum. Námskeiðið byggir m.a. á metsölubók hennar Dare to Lead sem er afrakstur sjö ára vinnu með leiðtogum og teymum.

Að stíga fram sem leiðtogi

Að leiða aðra áfram snýst ekki um titla, stöðu eða að geta beitt valdi. Leiðtogi er sá sem axlar ábyrgð á því að sjá hið mögulega í fólki og hugmyndum og hefur kjark til að leysa það úr læðingi. Þegar við þorum að leiða þykjumst við ekki hafa rétt svar, við erum forvitin og spyrjum réttra spurninga. Við forðumst hvorki erfiðar umræður né kringumstæður, við þekkjum okkur sjálf og vitum hvar og hvenær við erum berskjölduð; hvenær er mest hætta á að við fyllumst skömm og síðast en ekki síst þá vitum við hvernig við getum risið upp aftur þegar okkur mistekst.

Um "Dare to Lead" og Brené Brown

Brené Brown hefur fjallað mikið um hversu mikilvægt það er að nota hug og hjarta; sýna samkennd, mynda tengsl og sýna hugrekki. Að verða hugrakkur leiðtogi, í menningu sem einkennist af skorti, ótta og óöryggi, þarfnast sérstakrar færni sem er sammannleg. Á sama tíma og margir óttast að vélar og gervigreind séu að taka yfir þorum við ekki að leggja áherslu á að þróa og þjálfa þessa sammannlegu eiginleika.

Kennsla

Leiðbeinandi leggur fyrir einstaklings- og hópverkefni, ásamt því sem horft verður á efni frá dr. Brené Brown.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram fimmtudaginn 7. febrúar og þriðjudaginn 12. febrúar 2019 frá kl. 13.00 - 17.00.   

Lengd: 2x4 klst. 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Ragnhildur-Vigfusdottir_mynd

Ragnhildur Vigfúsdóttir

CDLF
Certified Dare to lead facilitatior

Ragnhildur Vigfúsdóttir er CDLF og hefur leyfi til að kenna efnið. Ragnhildur hefur áralanga reynslu af mannauðsmálum, bæði sem jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor við Nordens Folkliga Akademi og starfsþróunarstjóri Landsvirkjunar. Hún er með MA frá NYU, diplóma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Ragnhildur er ACC vottaður markþjálfi frá Coach Utbildning Sverige og Master Coach frá Bruen (NLP).

 

Verð

Verð: 59.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kr.-Olafsdottir_staff

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

sandrak@ru.is
599 6342

 


Skráning