Samningatækni

Námskeiðslýsing

Samningagerð og ákvörðunartaka kemur við sögu á hverjum degi í lífi og starfi allra  – gagnvart samstarfsfólki, viðskiptavinum og fjölskyldu. Hvernig til tekst skiptir miklu máli fyrir velgengni starfsmanna og viðkomandi fyrirtækis. Góð ákvörðunartaka krefst engra sérstakra persónueiginleika eða bellibragða heldur geta allir bætt árangur sinn umtalsvert sama hvar í fyrirtækinu þeir vinna með því að beita einföldum grundvallarreglum og vinnuaðferðum.

Færni lærist ekki af fyrirlestrum heldur með æfingu og heiðarlegri endurgjöf í afslöppuðu og opnu umhverfi. Í vinnustofunni takast þátttakendur á við hagnýtar æfingar í samningatækni sem kristalla þær grundvallaráskoranir sem samningamenn standa frammi fyrir – og fá endurgjöf úr æfingunni sjálfri, frá mótaðilum og frá leiðbeinanda. Þátttakendur fá lesefni og hagnýtar æfingar.

Að námskeiði loknu er stefnt að því að þátttakendur:

  • Hafi aukið hæfni sína til að leysa úr ágreiningi og snúa átökum í árangursríkt samstarf
  • Hafi aukið hæfileika sína til að ná hagstæðri niðurstöðu og skapa traust fyrir langtíma viðskiptasambönd
  • Njóti aukins sjálfstrausts í samningaviðræðum og geti nýtt þekkingu sína til að stjórna gangi viðræðna og beina þeim til hagstæðrar niðurstöðu

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram þriðjudaginn 29. janúar og fimmtudaginn 31. janúar kl. 13:00-17:00. 

Lengd:
Samtals 8 klst. (2 x 4 klst).

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Kristján Vigfússon

Aðjúnkt við viðskiptadeild HR

Kristján starfar sem aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur sérhæft sig í stefnumótun og samningatækni. Kristján lauk MA. prófi í Stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík.

Verð

Verð: 68.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri