Tilnefningarnefndir - ábyrgð og verksvið

Námskeiðslýsing

Leiðbeiningar um stjórnarhætti mæla með því að stærri fyrirtæki komi á fót tilnefningarnefndum.  Markmið tilnefningarnefnda er að auka líkur á því að þeir einstaklingar sem tilnefndir eru búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu til þess að stjórnin geti sem best sinnt hlutverki sínu og tryggja að það sé hæfileg breidd hvað varðar þekkingu, reynslu og bakrunn í stjórninni.  Tilnefningarnefndinni er ætlað að vinna að hagsmunum allra hluthafa og tryggja faglegt og gagnsætt ferli við tilnefningu kandídata í stjórn.   

Markmið þessa námskeiðs er að gefa einstaklingum sem sitja í tilnefningarnefndum, og þeim sem hyggja á slíka setu, haldgott yfirlit yfir ábyrgð, skyldur og verklag tilnefningarnefnda, sem og hagnýt ráð er varða framkvæmd tilnefningarferilsins og ýmis álitaefni sem upp kunna að koma í störfum nefndarinnar.

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: 

  • Hafi góðan skilning á ábyrgð og valdmörkum tilnefningarnefndar
  • Hafi öðlast þekkingu og færni til þess að geta sett saman starfsreglur og verkferla fyrir tilnefningarnefnd
  • Hafi góðan skilning á hlutverki nefndarinnar gagnvart hluthöfum, framkvæmdastjóra félags og sitjandi stjórn
  • Hafi öðlast þekkingu og færni til að setja saman yfirlit hæfnisþátta fyrir stjórnarmeðlimi
  • Hafi öðlast innsýn í mikilvæga þærri er varða mat á kandídötum, bæði er varða einstaklinga sem og heildarsamsetningu stjórnarinnar
  • Hafi fengið yfirlit yfir þætti er skipta máli varðandi framsetningu á tillögum til hluthafafundar

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram miðvikudaginn 30. janúar 2019 frá kl. 13.00 - 17.00.   

Lengd: 1x4 klst. 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Thoranna-Jonsdottir_svarthvit

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingarstjórnunar og stjórnarhátta

Þóranna er ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta og lektor við viðskiptadeild HR. Hún var forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík frá 2013 til 2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar HR frá 2011. Á árunum 2005-2011 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, og hjá Vistor/Veritas Capital. Frá árinu 1999 var hún lektor, forstöðumaður og stjórnendaráðgjafi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.   

Þóranna er með doktorsgráðu á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og meistaragráðu frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfaviðskiptum.

Hún hefur talsverða reynslu af stjórnarsetu, sat m.a. í stjórn Íslandsbanka, Lyfju og Auðar Capital og situr nú m.a. í stjórn Festi og Krónunnar. Hún var formaður vinnuhóps um endurskoðun 4. og 5. útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út á vegum Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar.
Þóranna hefur víðtæka reynslu af breytingastjórnun bæði í gegnum eigin störf og sem fyrirlesari, leiðbeinandi og ráðgjafi fyrir stjórnendur hjá fjölmörgum stærstu fyrirtækja landsins. Þá hefur hún víða haldið erindi um viðskiptatengd málefni og stýrt fundum og ráðstefnum.

 

Verð

Verð: 52.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kr.-Olafsdottir_staff

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

sandrak@ru.is
599 6342