Virði trausts

Námskeiðslýsing

Traust - Áhrifamesta breytan til betri frammistöðu.

Traust er ekki einungis félagsleg dyggð, heldur leggur grunninn að mótun öflugrar, hagkvæmrar og áhrifaríkrar menningar. Það eru sannfærandi rök fyrir því að stuðla að auknu trausti í viðskiptum. Hópar og vinnustaðir sem starfa á grundvelli trausts ná mun betri árangri en þeir sem ekki gera það. Sú staðreynd byggir á niðurstöðum fjöldamargra rannsókna í ólíkum atvinnugreinum.

Á þessari vinnustofu Opna háskólans í HR og FranklinCovey verður farið í gegnum ferli sem gerir fyrirtækjum og einstaklingum kleift að efla áhrifarík teymi sem eru lipur, skapandi, einbeitt og starfa vel saman. Ferli þetta er einfalt en afar áhrifaríkt en meðal þess sem það gerir er eftirfarandi: 

 • Skapar menningu mikils trausts sem einkennist af virkri þátttöku og samvinnu starfsfólks
 • Eykur hraða og dregur úr kostnaði alls staðar í rekstrinum
 • Auðveldar breytingar og styður við farsæla framkvæmd stefnu
 • Þróar öflug og skapandi teymi sem taka ábyrgð á niðurstöðum
 • Samþættir menningu með áhrifamiklum hætti í kjölfar samruna eða yfirtöku  

Að vinnustofu lokinni ættu þátttakendur að: 

 • Hafa kynnst vinnuferli sem umbreytir samstarfi og hegðun verðandi og vaxandi leiðtoga með áhrifaríkri rýni, verkefnum og samtölum úr smiðju FranklinCovey
 • Þekkja leiðir sem gera stjórnendum kleift að auka eigin trúverðugleika, virkja fólk með nýjum hætti og auka á helgun og ábyrgð starfsmanna
 • Geta nýtt sér hugarfar, færni og verkfæri sem munu hafa mælanleg áhrif á árangur


Innifalið í námskeiðsgjöldum:

 • Vinnubók þátttakenda
 • Speed of Trust spilastokkur
 • Weekly Trust Huddle Guide
 • The Speed of Trust metsölubókin
 • Speed of Trust Digital Coach App
 • tQ 360° rafrænt mat 

Skipulag

Tími: Vinnustofan fer fram mánudaginn 29. október 2018, kl. 09:00-17:00.

Lengd: 1x8 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Leiðbeinandi

Mynd-af-gudfinnu

Guðfinna S. Bjarnadóttir

Meðeigandi og stjórnandi í LC Ráðgjöf. PhD.

Guðfinna er meðeigandi og stjórnandi í LC Ráðgjöf. Hún útskrifaðist frá West Virginia University í Bandaríkjunum árið 1991 með doktorsgráðu í atferlisfræði með áherslu á frammistöðustjórnun (e. performance management). Áður hafði hún lokið MA gráðu frá sama háskóla og BA gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands. Guðfinna stofnaði árið 1991 ráðgjafafyrirtækið LEAD Consulting í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum, og ráku þau fyrirtækið í nær áratug. Guðfinna var fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík (1998-2007). Hún var alþingismaður árin 2007-2009. Sem ráðgjafi hefur hún þjónað fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum víða um heim.

Verð

Verð: 80.000 kr.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Lýdía Huld Grímsdóttir

Lýdía Huld Grímsdóttir

Verkefnastjóri