JIRA - Betra skipulag og yfirsýn

Námskeiðslýsing

Hagnýt verkefnastjórnun

JIRA frá Atlassian er eitt vinsælasta verkfærið í heiminum í dag á sviði vöruþróunar, verkefnastjórnunar og umsjónar með beiðnum og málum. Fleiri en 50.000 fyrirtæki nota hugbúnað frá Atlassian, en fyrirtæki á borð við Ebay, Adobe, Spotify, LinkedIn og NASA nota JIRA til að halda góðri yfirsýn yfir það sem er í gangi hjá þeim. JIRA nýtur sífellt vaxandi vinsælda meðal íslenskra fyrirtækja og eru fjölmörg íslensk fyrirtæki að nota JIRA með góðum árangri.

Atlassian býður upp á þrjár mögulegar útgáfur af JIRA; JIRA Business, JIRA Software og JIRA Service Desk.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist möguleikum JIRA, geti notað JIRA við dagleg störf og stutt við frekari hagnýtingu á JIRA í sínu fyrirtæki.

Farið verður yfir eftirfarandi efnisþætti:

  • JIRA - notkun og helstu hugtök
  • Verkefnastjórnun með Agile
  • Skýrslumöguleikar og framsetning upplýsinga í JIRA
  • Öryggismál og aðgengi viðskiptavina að JIRA
  • Möguleikar í uppsetningu á JIRA og samþætting við önnur kerfi

Fyrir hverja?

Námskeiðið hentar sérfræðingum, verkefnastjórum og stjórnendum sem hafa áhuga á að taka upp JIRA hjá sínu fyrirtæki eða stofnun, eru í miðri innleiðingu eða vilja kynnast frekari möguleikum þess. 

Athugið að þátttakendur mæta með eigin tölvu á námskeiðið.

Skipulag

Tími: Námskeiðið fer fram miðvikudaginn 14. mars milli kl. 9:00 - 12:00.

Lengd: 3 klst. 

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Sandra Björg Axelsdóttir

Channels Manager hjá Tempo

Sandra hefur unnið á sviði UT í 15 ár, þar af með JIRA í 8 ár, sem notandi, JIRA administrator og ráðgjafi í fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Tempo þróar viðbætur í JIRA og er einn stærsti aðilinn á Atlassian Marketplace.

Verð

Verð: 39.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri


Skráning