Nýir stjórnendur

Námskeiðslýsing

Fólk sem er að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur upplifir margvíslegar áskoranir. Það ber ekki aðeins ábyrgð á eigin árangri heldur jafnframt frammistöðu heildarinnar og því að deila valdi og verkefnum til samstarfsmanna. Hugsa þarf lengra fram í tímann, móta stefnu, framtíðarsýn og setja markmið. Farið verður yfir ýmis grunnatriði sem og lykilatriði stjórnunar og árangursríkrar forystu.

Á námskeiðinu verður unnið með hagnýtar aðferðir til að ná sem bestum árangri er varðar fólk, ferla og fyrirtæki.

Meðal þess sem farið verður yfir á námskeiðinu:  

  • Mikilvægi þess að skerpa á tilgangi og framtíðarsýn.
  • Mikilvægi þess að dreifa verkefnum og ábyrgð.
  • Aðferðir til leysa úr læðingi hæfileika fólks.
  • Að byggja upp traust og starfsánægju. 


Þessi atriði verða skoðuð út frá ýmsum sjónarhornum. Lögð verður áhersla á fjölbreyttar og hagnýtar kennsluaðferðir.  

Skipulag 

Tími: Kennsla fer fram þriðjudaginn 29. maí og mánudaginn 4. júní frá kl. 13:00 - 17:00.

Lengd: 8 klst. (2x4klst)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Ketill Berg Magnússon

Ketill Berg Magnússon

MBA

Ketill Berg Magnússon er framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stjórnendamarkþjálfi, kennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við Háskólann í Reykjavík. Ketill hefur starfað sem ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar, samfélagsábyrgðar og viðskiptasiðfræði og hefur yfir 10 ára reynslu sem mannauðsstjóri og sem stjórnendaráðgjafi. Ketill hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum, s.s. stjórnarsetu í félagasamtökum, fagfélögum, og fyrirtækjum.

Ketill er MBA frá ESADE í Barcelona 2008, MA í heimspeki með sérhæfingu í vinnusiðfræði frá University of Saskatchewan í Kanada 1997, BA frá Háskóla Íslands 1993.

Verð

 Verð: 69.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og síðdegiskaffi báða dagana.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kr.-Olafsdottir---RU

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning