Nýsköpun innan fyrirtækja

Námskeiðslýsing

Auðlind framtíðarinnar

Í nútímasamfélagi eru breytingar eini stöðugleikinn og því lífsspursmál að fyrirtæki og stofnanir búi yfir hvoru tveggja, frumkvæði og aðlögunarhæfni. Nýsköpun er því síður en svo einkamál einstakra frumkvöðla- og sprotafyrirtækja. Raunar hafa verið færð rök fyrir því að verðmæti nýsköpunarstarfs sé mest innan fyrirtækja sem tekst að samþætta nýsköpun inn í stjórnun, daglega ferla og menningu fyrirtækisins. 

Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem farið verður yfir grundvallaratriði nýsköpunar innan fyrirtækja og stofnana. Byggt er á nýjustu rannsóknum um leið og helstu einkenni nýskapandi fyrirtækja verða kynnt og hvaða leiðir þessi fyrirtæki eru að fara. Í þessu samhengi er fátt mikilvægara en að vera vel undirbúinn undir mögulega framtíðarþróun til að geta brugðist við henni. Í seinni hluta námskeiðsins munu nemendur því læra að nota sviðsmyndir til að átta sig á þeim helstu breytingum í starfsumhverfi bæði fyrirtækja og stofnana sem þau þurfa að vera í stakk búin að greina og bregðast við.  

Ávinningur þátttakenda:

  • Aukin þekking á nýsköpun innan þroskaðra fyrirtækja
  • Aukin þekking á einkennum nýskapandi fyrirtæki og hvernig fyrirtæki öðlast hæfni til nýsköpunar
  • Þekking á mismunandi nálgunum og ‚tækjum‘ til að auka nýsköpun
  • Hæfni til að greina mögulega framtíð
  • Greining helstu drifkrafta og óvissuþátta í starfsumhverfinu
  • Hæfni til notkunar á sviðsmyndum við nýsköpun

Skipulag

Tími: Vorönn 2018

Lengd: 8 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Hallur-Thor-Sigurdarson

Hallur Þór Sigurðarson

PhD

Hallur er aðjúnkt við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem hann kennir og stundar rannsóknir á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlafræða. Áður hefur Hallur starfað hjá fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni, við stjórnun, ráðgjöf og sölu. Hallur lauk doktorsprófi frá Copenhagen Business School 2016, M.Sc. frá sama skóla 2009 og B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.   

Saevar-Kristinsson

Sævar Kristinsson

Rekstrarráðgjafi hjá KPMG

Sævar hefur sérhæft sig í ráðgjöf á sviði framtíðarfræða með áherslu á sviðsmyndir.  Hefur hann leitt vel á annað hundrað slíkra verkefna og hefur komið að kennslu og greinaskrifum um framtíðarmálefni.  Hann er meðhöfundur bókarinnar „Framtíðin – frá óvissu til árangurs“ sem fjallar um notkun sviðsmynda við stefnumótun.

Verð

Verð: 63.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri