Stjórnun teyma til árangurs í nýsköpun

Námskeiðslýsing 

Ýmsir straumar og stefnur hafa verið nýttar í þróunarverkefnum bæði hérlendis og erlendis og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra. Er þetta ekki bara „common sense“? Sumir myndu segja að þetta snerist bara um að fá alla þátttakendur verkefnisins til að hugsa um þróunarverkefnið eins og barnið sitt og vinna frábærlega saman, en er þetta svo einfalt? Mismunandi menning getur gert verkefnastjórum og öðrum þátttakendum í verkefninu erfitt fyrir og sýnt verður fram á að það er alls ekkert það sama að stjórna þróunarverkefni í alþjóðlegu fyrirtæki og í frumkvöðlafyrirtæki.

Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem skoðaðar verða mismunandi aðferðir til að þróa vöru og þjónustu í nútímasamfélagi og hvað mikilvægt er að hafa til staðar til að verkefnið gangi vel. Í fyrri hluta námskeiðsins verður farið yfir aðferðafræði sem hægt er að nota í mismunandi tegundum þróunarverkefna og í seinni hlutanum verða þátttakendur fengnir til að nýta aðferðafræði sem kennd verður á námskeiðinu til að undirbúa þróunarverkefni og ákveða hvaða aðferð verður notuð til að stýra því.

Ávinningur þátttakenda:

  • Þekking á mismunandi aðferðum sem nýttar eru til að stjórna þróunarverkefnum
  • Þekking  á sex mikilvægum atriðum til að hafa í huga þegar þróa á nýja vöru eða þjónustu
  • Skilningur á mismunandi sýn stórra og lítilla fyrirtækja ásamt stofnanna  á þróun vöru og þjónustu
  • Hæfni til að hafa gott yfirlit og góða sýn fyrir vöru eða þjónustu sem stendur til að þróa
  • Þekking á hverjar helstu áskoranirnar eru í þróunarverkefnum

Skipulag

Tími:  Vorönn 2018

Lengd: 8 klst.

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið. 

Leiðbeinandi

Ragnheiður H. Magnúsdóttir

Ragnheiður H. Magnúsdóttir

Business Manager - Inside Sales hjá Marel

Ragnheiður er vélaverkfræðingur og með meistaragráðu í framleiðsluverkfræði frá Álaborgarháskóla. Áður en hún hóf störf hjá Marel starfaði hún sem framkvæmdarstjóri Hugsmiðjunnar í sex ár. Ragnheiður er formaður tækninefndar Vísinda-og tækniráðs.


Verð

Verð: 63.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri