Scrum og Agile verkefnastjórnun

Námskeiðslýsing

Scrum er einföld en áhrifarík aðferðafræði sem hefur farið sigurför um heim vöruþróunar og er notuð af leiðandi nýsköpunarfyrirtækjum. Fyrirtæki sem hafa innleitt aðferðina eru almennt á því að Scrum auki framleiðni og áherslu á virði fyrir viðskiptavininn, auk þess að leysa úr læðingi aukinn sköpunarkraft og ánægju starfsmanna með þeirri ríku áherslu á teymisvinnu sem er hluti af kerfinu.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist Scrum aðferðafræðinni, fái innsýn í stærra samhengi Agile vinnukerfa og geti nýtt þau verkfæri sem standa til boða í daglegum störfum sínum að námskeiði loknu.

Námskeiðið er blanda af fyrirlestrum, æfingum og umræðum. Dæmi um raunverulegar áskoranir úr íslensku atvinnulífi eru kynnt til sögunnar.

Farið verður yfir eftirfarandi efnisþætti:

  • Uppruni Agile - hvers vegna er Agile svona vinsælt?
  • Scrum vinnukerfið - hlutverk, ferli og afurðir
  • Áætlanagerð og umfangsmat í Scrum
  • Agile og Lean hugsun og aðrar hagnýtar aðferðir (Kanban, XP, SAFe)

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem starfa við hugbúnaðar- eða vöruþróun, eða eiga í daglegum samskiptum við hugbúnaðarteymi. Námskeiðið er sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem hafa nýlega byrjað að starfa í Scrum-teymi, eða þurfa að styðja við slíkt teymi sem verkefnastjórar eða stjórnendur. 

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram miðvikudaginn 31. október  frá kl. 12:30 til 16:30.

Lengd: 3,5 klst.

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Baldur Kristjánsson

Baldur Kristjánsson

Deildarstjóri hjá vöruþróunar- og nýsköpunarsviði Valitor

 
B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í Business Informatics frá Universiteit Utrecht í Hollandi. Baldur hefur starfað við hugbúnaðargerð og verkefnastjórnun síðan 2001. Hann starfar sem deildarstjóri hjá vöruþróunar- og nýsköpunarsviði Valitor og hefur víðtæka reynslu af forystuhlutverkum í hugbúnaðarverkefnum og vöruþróun. Hann hefur tekið þátt í innleiðingu á nýju verklagi (Agile, Scrum, Kanban) ásamt verkfærum á borð við JIRA og Confluence hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum.

Verð

Verð: 46.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri


Skráning