Stjórnun aðfangakeðjunnar

Stjórnun aðfangakeðjunnar (e. supply chain management) lýsir meðal annars öllum þeim ólíku en samþættu aðgerðum sem þarf til að flytja og meðhöndla aðföng frá upprunastað til áfangastaðar með það að markmiði að mæta þörfum viðskiptavina.

Mikil vakning hefur verið á mikilvægi vörustjórnunar og stjórnun aðfangakeðjunnar á Íslandi og hafa fyrirtæki náð miklum árangri með því að greina og bæta aðfangakeðjuna sína. Þessi fyrirtæki hafa náð að lækka birgða- og flutningskostnað samhliða því að bæta þjónustu við viðskiptavini, meðal annars með því að auka skilvirkni við áætlanagerð, dreifingu og innkaup á vörum og þjónustu.

Námskeiðin eru byggð á fræðilegum grunni en mikil áhersla er lögð á að þau séu hagnýt og að þau nýtist þátttakendum í starfi.


Skipulag námskeiða: