Vörudreifing, flutningar skipulag vöruhúsa

Námskeiðslýsing

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á að skoða þá ferla sem tengjast því að koma aðföngum frá upprunastað til áfangastaðar. Mismunandi þættir vörustýringar sem snúa að flutningum verða skoðaðir og áhersla lögð á hagnýtar ákvarðanir sem tengjast flutning og flutningsmáta.

Farið verður yfir helstu áhrifaþætti í vörudreifingu og hvað hugtökin Cross docking og miðlæg dreifing fela í sér. Auk þess verða kostir og gallar þess að fá utanaðkomandi fyrirtæki (e. 3PL) til að sjá um flutning, hýsingu, dreifingu og aðra þætti aðfangakeðjunnar skoðaðir.

Hugtakið Reverse logistics verður skoðað á þessu námskeiði en það horfir á flæði vara til baka í aðfangakeðjunni meðal annars vegna vöruskila, viðgerða eða endurvinnslu. Einnig verður farið inn á það hvernig vörustjórnun og ákvarðanir varðandi flutning og dreifingu á vörum hafa áhrif á kolefnisfótspor (e. carbon footprints) fyrirtækja. 

Skipulag

Tími:   Þriðjudaginn 31. október á milli kl. 13:00 - 17:00
           Fimmtudaginn 2. nóvember á milli kl. 13:00 - 17:00

Lengd:  8 klst.  ( 2 x 4 klst.)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Leiðbeinandi 

Daði

Daði Rúnar Jónsson

Ráðgjafi í innkaupum- og birgðastjórnun hjá AGR Dynamics

MSc í Logistics and Supply Chain Management frá Aarhus University í Danmörku. Daði Rúnar starfar sem ráðgjafi í innkaupum- og birgðastjórnun hjá AGR Dynamics. Hann sinnir þar samhliða ráðgjöf og kennslu, verkefnastjórnun við innleiðingar á hugbúnaðarlausnum AGR Dynamics. Þar að auki er hann í stjórn faghóps um vörustjórnun - innkaup og innkaupastýring hjá Stjórnvísi. Áður starfaði Daði Rúnar við innkaup og stjórnun aðfangakeðjunnar hjá BoConcept í Danmörku.


Verð

Verð: 62.000 kr.  

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri