Innkaupa- og birgðastýring

Námskeiðslýsing

Á þessu námskeiði verður farið í bæði fræðilegar og hagnýtar aðferðir til þess að ákvarða innkaupamagn í innkaupapöntunum. 

Skoðað verður mikilvægi upplýsinga til þess að auka skilvirkni í pantanaferlinu, lækka birgðir og mæta þjónustustigsmarkmiðum.

Einnig verða skoðaðar aðferðir og tól til þess að skipuleggja og stýra birgðum með það að markmiði að lágmarka kostnað og hámarka sölu/framlegð.

Farið verður yfir tengsl þjónustustigs og birgðahaldskostnaðar og hvernig mikilvægisflokkun vara, einnig þekkt sem ABC greining Pareto, er notuð til þess að bæta birgðastýringu. Jafnframt verður farið yfir helsu árangursmælikvarða aðfangakeðjunnar.  

Skipulag

Tími:   Þriðjudaginn 17. október á milli kl. 13:00 - 17:00
           Fimmtudaginn 19. október á milli kl. 13:00 - 17:00

Lengd:  8 klst.  ( 2 x 4 klst.)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð. 

Leiðbeinandi

Daði

Daði Rúnar Jónsson

Ráðgjafi í innkaupum- og birgðastjórnun hjá AGR Dynamics.

MSc í Logistics and Supply Chain Management frá Aarhus University í Danmörku. Daði Rúnar starfar sem ráðgjafi í innkaupum- og birgðastjórnun hjá AGR Dynamics. Hann sinnir þar samhliða ráðgjöf og kennslu, verkefnastjórnun við innleiðingar á hugbúnaðarlausnum AGR Dynamics. Þar að auki er hann í stjórn faghóps um vörustjórnun - innkaup og innkaupastýring hjá Stjórnvísi. Áður starfaði Daði Rúnar við innkaup og stjórnun aðfangakeðjunnar hjá BoConcept í Danmörku.


Verð

Verð:  62.000 kr.  

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála. 

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri