Eftirspurn, söluspár og áætlanir

Námskeiðslýsing

Á þessu námskeiði verður farið yfir mismunandi einkenni eftirspurnar, spáeiginleika vara og mismunandi spáaðferðir.

Sérstök áhersla verður lögð á tölfræðilegar spáaðferðir og farið yfir kosti þeirra og galla. Farið verður í eiginleika og útreikninga mismunandi tölfræðilegra spálíkana. Auk þess sem áhrif söluherferða á eftirspurn verða skoðuð sérstaklega.

Einnig verður lögð áhersla á áætlanagerð, þá sérstaklega söluáætlanir og tengingu þeirra við innkaupa- og framleiðslustýringu.

Að lokum munum við skoða hvernig hægt er að nota Machine learning (vélrænn lærdómur) til að spá um kauphegðun neytenda, auka sölu og bæta þjónustu við viðskiptavini.

Skipulag 

Tími:   Þriðjudagurinn 10. október á milli kl. 13:00 - 17:00
           Fimmtudaginn 12. október á milli kl. 13:00 - 17:00

Lengd:  8 klst.  ( 2 x 4 klst.)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Leiðbeinandi

Daði

Daði Rúnar Jónsson

Ráðgjafi í innkaupum- og birgðastjórnun hjá AGR Dynamics

MSc í Logistics and Supply Chain Management frá Aarhus University í Danmörku. Daði Rúnar starfar sem ráðgjafi í innkaupum- og birgðastjórnun hjá AGR Dynamics. Hann sinnir þar samhliða ráðgjöf og kennslu, verkefnastjórnun við innleiðingar á hugbúnaðarlausnum AGR Dynamics. Þar að auki er hann í stjórn faghóps um vörustjórnun - innkaup og innkaupastýring hjá Stjórnvísi. Áður starfaði Daði Rúnar við innkaup og stjórnun aðfangakeðjunnar hjá BoConcept í Danmörku.


Verð

Verð:  62.000 kr.  

Stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri