JIRA Administrator

Námskeiðslýsing

Þetta námskeið er ætlað fyrir kerfisstjórnendur JIRA (e. JIRA Administrators). Námskeiðið er yfirgripsmikið og farið er djúpt í þau helstu hugtök og aðferðir sem JIRA kerfisstjórnendur þurfa að þekkja til að sinna störfum sínum af öryggi.

Námskeiðið nýtist bæði nýjum sem reynslumeiri notendum.

Nánari lýsing

Þátttakendur fá sérstakan aðgang að JIRA á meðan á námskeiðinu stendur til að framkvæma þær aðgerðir sem fjallað er um hverju sinni. Nemendur munu halda þeim aðgangi í 2 daga eftir að námskeiðinu lýkur.

Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru:

 • Installation and upgrade
 • Email Integration with JIRA
 • Types of administrators
 • User and Group Management
 • Security
 • Permissions and Roles
 • Issue Types
 • Workflows
 • Screens
 • Fields
 • Notifications
 • JIRA Add-ons

Fyrir hverja?

Námskeiðið hentar JIRA kerfisstjórum og þeim sem eru að vinna að JIRA innleiðingu hjá sínu fyrirtæki eða stofnun. Nauðsynlegt er að þátttakendur þekki JIRA og helstu hugtök og notkun þess. 

Athugið að þátttakendur mæta með eigin tölvu á námskeiðið.

Skipulag

Tími: Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 22. nóvember 2018 milli kl. 9:00 - 16:00.

Lengd: 7 klst. 

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Sandra Björg Axelsdóttir

Sandra Björg Axelsdóttir

Channels Manager hjá Tempo

 
Sandra hefur unnið á sviði UT í 15 ár, þar af með JIRA í 8 ár, sem notandi, JIRA administrator og ráðgjafi í fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Tempo þróar viðbætur í JIRA og er einn stærsti aðilinn á Atlassian Marketplace.

Verð

Verð: 75.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri


Skráning