Power BI framhaldsnámskeið – Gagnamótun, greiningarlíkön & DAX forritun

Námskeiðslýsing

Gagnamótun, greiningarlíkön & DAX forritun er tveggja daga námskeið sem hentar vel fyrir þá sem hafa lært að búa til skýrslur og mælaborð í Power BI. Fyrri dagurinn snýst um að tengjast gagnalindum af ýmsu tagi og móta gögn þannig að þau verði greiningarhæf. Seinni dagurinn snýst hins vegar um gerð greiningarlíkana í Power BI og DAX forritun.

Power BI – Gagnamótun
Power Query er bæði til sem ókeypis viðbót í Excel (Get and transform) og hluti af Power BI desktop. Power Query frá Microsoft er tól sem umbreytir hráum gögnum í greinanleg gögn. Power Query er auðvelt í notkun, hraðvirkt og getur tengst næstum hvaða gagnalind sem er.

Power Query sér um hreinsun, samþættingu og samtengingu gagna. Með Power Query gefst kostur á að vista og endurnýta fyrirspurnir og verkferla sem oft eru keyrðir.

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem vinna með tölugögn.

Að námskeiði loknu hafa þátttakendur aflað sér þekkingar á ýmsum útbreiddum gagnalindum og algengum aðferðum við móta gögn og gera þau greiningarhæf.

Fyrri dagurinn leysir af hólmi námskeið sem hét Gagnamótun með Microsoft verkfærum.

Power BI – Greiningarlíkön og DAX forritun
Dagur tvö snýst um teningagerð og einfalda DAX forritun í Power BI. Það verður farið yfir innlestur á ýmiskonar gögnum, hvernig maður tengir saman margskonar gagnatöflur. Síðan snúum við okkur að DAX forritun og lærum að forrita okkar eigin mælieiningar og greiningarvíddir. Við lærum á töfluföll, dagsetningaföll, strengjaföll, CALCULATE() og ýmislegt fleira.

Námskeiðið byggir á virkri þátttöku nemenda og er mikilvægt að allir mæti með nýjustu útgáfu af Power BI desktop og DAX Studio uppsett en þau má nálgast hér og hér án endurgjalds.

Skipulag 

Tími: Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga á milli kl. 9:00 - 15:00.

  • Þriðjudaginn 2. apríl 2019
  • Fimmtudaginn 4. apríl 2019


Lengd:
12 klst. (2 x 6 klst.)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Grimur-saemundsson_net-4

Grímur Sæmundsson

Ráðgjafi hjá Deloitte

Grímur er kerfisfræðingur frá HR og MBA. Hann hefur starfað sem ráðgjafi í viðskiptagreind undanfarin 15 ár, m.a. hjá Annata, Applicon og Umoe Consulting í Osló. Grímur hefur langa reynslu af kennslu og þjálfun, bæði í tengslum við innleiðingar á viðskiptagreind og sjálfstæð námskeið.

Verð

Verð: 91.000 kr.  

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Xxurjjur_1511362436542

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri


Skráning