Power BI - skýrslur og mælaborð

Námskeiðslýsing

Framsetning gagna með myndrænum hætti

Power BI er verkfæri frá Microsoft til að búa til skýrslur og mælaborð með nútímalegu útliti og mikilli gagnvirkni. Forritið er bæði til sem skýjalausn og desktop lausn.

Á námskeiðinu verður farið yfir margvíslegar aðferðir til að setja fram gögn á myndrænan hátt og jafnframt útskýrt hvaða aðferðir eiga við hvaða gögn.

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem vilja setja fram gögn með myndrænum hætti og með nútímalegum aðferðum.

Námskeiðið byggir á virkri þátttöku nemenda og er mikilvægt að allir mæti með Power BI desktop uppsett en það má nálgast án endurgjalds.

Athugið að þátttakendur mæta sjálfir með tölvur með sér á námskeiðið.

Skipulag

Tími: Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga á milli kl. 9:00 - 13:00.

  • Mánudaginn 19. mars
  • Þriðjudaginn 20. mars

Lengd: 8 klst. (2 x 4 klst)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi


Grímur Sæmundsson

Ráðgjafi hjá Deloitte

Grímur er kerfisfræðingur frá HR og MBA. Hann hefur starfað sem ráðgjafi í viðskiptagreind undanfarin 15 ár, m.a. hjá Annata, Applicon og Umoe Consulting í Osló. Grímur hefur langa reynslu af kennslu og þjálfun, bæði í tengslum við innleiðingar á viðskiptagreind og sjálfstæð námskeið.


Verð

Verð: 59.000 kr.  

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri