SQL gagnagrunnur

Námskeiðslýsing

Helstu atriði

Farið er yfir helstu atriðin við notkun á SQL gagnagrunni. Kennt verður að búa til töflur og view. Farið verður yfir fyrirspurnir og uppfærslur á gögnum. Aðaláhersla verður á fyrirspurnir.

Meðal annars verður farið yfir eftirfarandi atriði:·

 • Hvernig sækja á gögn bæði úr einni töflu og eins hvernig töflur eru tengdar saman í fyrirspurnum
 • Samantektar fyrirspurnir
 • Hlutfyrirspurnir
 • Hvernig á að bæta við gögnum, uppfæra og eyða
 • Farið í gegnum gagnatög sem Oracle býður upp á
 • Hvernig búa á til töflur og view
 • Farið yfir læsingar

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi einhverja reynslu af því að vinna með gögn í tölvu, en ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu í SQL. 

Skipulag

Tími: Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga á milli kl. 9:00 - 15:00. 

 • Þriðjudaginn 9. janúar 2018
 • Þriðjudaginn 16. janúar 2018
 • Þriðjudaginn 23. janúar 2018
 • Þriðjudaginn 30. janúar 2018
 • Þriðjudaginn 6. febrúar 2018

Lengd: 30 klukkustundir (5 x 6 klst.).

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Notast verður við Oracle 11gXE og SQLDeveloper.
Notuð verður bókin Oracle SQL and PL/SQL eftir Joel Murah. Hver nemandi fær rafrænt eintak af bókinni.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Kjartan R Gu[mundsson

Kjartan R Guðmundsson

Tölvunafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kjartan er með B.Sc. í tölvunarfræði, Oracle Certified DBA. 27 ára starfsreynsla við hugbúnaðargerð, þar af vinna við Oracle gagnagrunna frá 1991.


Verð

Verð: 120.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, rafrænt eintak af bókinni Oracle SQL and PL/SQL eftir Joe Murach og hádegismatur á námskeiðsdögum.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri