Undirstöðuatriðið í forritun með Scratch og Python

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra undirstöðuatriði í forritun með Scratch, gífurlega byrjendavænu kubbaforritunarmáli hannað til þess að kenna öllum grunnhugtök forritunar. Í Scratch eru almennar forritunaraðgerðir kenndar með kubbum sem notandinn smellir saman líkt og LEGO til þess að búa til forrit. Þrátt fyrir að vera gífurlega einfalt kennir Scratch samt sem áður nánast öll hugtök forritunar, þar á meðal: breytur, lykkjur, föll, segðir, virkja og skilyrðissetningar ásamt öðru. Scratch er notað til þess að kenna krökkum allt frá sex ára aldri forritun.

Eftir að þátttakendur fara í gegnum kennslu á Scratch brúum við bilið á milli yfir í raunverulegra forritunarmál; Python. Python er eitt vinsælasta og fjölhæfasta forritunarmál heimsins en það er notað í allt frá vefforritun í þróun gervigreindar. 

Skipulag

Tími: Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga á milli kl. 9:00 - 12:00.

  • Þriðjudaginn 26. mars
  • Fimmtudaginn 28. mars

Lengd: 6 klst. (2 x 3 klst)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Eythor-Mani_SH

Eyþór Máni Steinarsson

Verkefnisstjóri Skema

Eyþór er verkefnastjóri Skema í Háskólanum í Reykjavík. Áður en Eyþór slóst í lið með Skema í HR var hann Stjórnarformaður Kóder, þar sem hann kenndi rúmlega 1800 börnum undirstöðuatriði forritunar. Hann hefur einnig áður unnið sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania, upplýsingatæknikennari í Austurbæjarskóla og stundarkennari í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Í frítíma sínum þjálfar hann landsliðið í vélmennaforritun en þau náðu öðru sæti á HM í Mexíkó síðastliðið sumar.

Verð

Verð kr. 39.000

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 
Innifalið í verði eru námskeiðsgögn.

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri


Skráning