Verkefnastjórnun og áætlanagerð

Námskeiðslýsing

Á síðustu áratugum hefur orðið róttæk breyting á hvernig mörg fyrirtæki eru skipulögð. Hraði, sveigjanleiki, ábyrgðardreifing og markaðshugsun eru eiginleikar sem flest fyrirtæki sækjast eftir.

Þátttakendur læra að undirbúa og áætla verkefni og setja fram tölusett markmið um áfanga og árangur, bæði hvað varðar tíma og kostnað. Þátttakendur munu læra að gera tíma- og kostnaðaráætlanir og hvernig þessar áætlanir eru tengdar saman í heildstæða verkefnisáætlun.

Áhersla verður lögð á óvissuþætti í verkefnum og hvernig gera skuli áætlanir þegar áhætta er mikil. Kennd verður notkun þriggja punkta mats bæði á tímalengdum verkþátta og á kostnaðarþáttum, og farið í aðferðir við áhættumat.

Þá verður fjallað um eftirlitskerfi til að mæla mismun á raunverulegum tölum og áætluðum tölum. Festa góðan árangur í sessi.

Fjallað verður um muninn á hefðbundinni verkefnastjórnun og Agile aðferðafræði. Þessar tvær nálganir verða bornar saman. Tæki og tól Agile verða kynnt til sögunnar.

Að loknu námskeiðinu verður nemandinn með vandaða grundvallarþekkingu á beitingu aðferðum verkefnastjórnunar við að undirbúa, skipuleggja, framkvæma og ljúka meðalstórri eða stærri framkvæmd

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

  • Hafi öðlast skilning á hefðbundinni verkefnastjórnun og skipulagsfræði. 
  • Kunni að skilgreina viðskiptatækifæri verkefna (e. business case). 
  • Þekki til nýjustu strauma og aðferða í verkefnastjórnun.

Athugið að þátttakendur mæta sjálfir með tölvur með sér á námskeiðið.

Skipulag

Tími:

  • Mánudaginn 20. nóvember frá kl. 9:00 til 13:00.

  • Þriðjudaginn 21. nóvember frá kl. 9:00 til 13:00 

  • Föstudaginn 24. nóvember frá kl. 9:00 til 13:00 

Lengd: 12 klst. (3 x 4 klst.). 

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinendur

Pall-2

Páll Jenson

Prófessor í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og sviðsstjóri á fjármála- og rekstrarverkfræðisviði.

Páll er með M.Sc. í Iðnaðarverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole 1972 og PhD gráðu í aðgerðarannsóknum frá sama skóla 1975. Sérsvið hans er reiknilíkanagerð m.a. á sviði áætlanagerðar, rekstrarstjórnunar, arðsemimats, spálíkana, tölfræði, bestunar og hermunar. Páll hefur um langt árabil kennt endurmenntunarnámskeið m.a. á sviði áætlanagerðar, rekstrarstjórnunar, arðsemimats og gerð viðskiptaáætlana.
Hera_Grimsdottir

 Hera Grímsdóttir

Aðjúnkt og sviðstjóri byggingasviðs tækni- og verkfræðideildar við Háskólann í Reykjavík

Hún er byggingarverkfræðingur með próf frá Háskóla Íslands, meistarpróf í framkvæmdastjórnun (Construction Management) frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hera hefur margra ára reynslu af stjórnun og stýringu verkefna úr atvinnulífinu, vann m.a. fyrir Línuhönnun, Eflu, Össur og fleiri. Hún hefur einkum kennt verkefnastjórnun, áhættu og ákvörðunartöku, tölfræði og aðferðafræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík sem og í Opna Háskólanum. 


Verð

Verð: 62.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn.   

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

VerkefnastjóriSkráning