Tengsl við atvinnulífið

Starfsemi Opna háskólans í HR grundvallast á samvinnu við atvinnulífið. Auk þess að njóta þekkingar sérfræðinga frá Viðskiptaráði Íslands, Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins koma leiðbeinendur frá ótal fyrirtækjum og stofnunum.

Námið er hannað í samráði við fagráð þar sem saman koma fulltrúar Háskólans í Reykjavík og atvinnulífsins, meðal annarra.

Opni háskólinn í HR hefur átt farsælt samstarf við á fimmta tug íslenskra fyrirtækja og stofnana til dæmis með sérsniðnum fræðslulausnum og stjórnendamenntun.