Þjónustuhönnun og upplifun viðskiptavinarins

Service design, customer journeys & prototyping

Námskeiðslýsing

Rawpixel-788528-unsplash

Aðferðafræði þjónustuhönnunar snýst um jákvæða upplifun viðskipavinarins. Með slíkri hönnun eru þarfir notandans settar í fyrsta sæti enda er markmiðið að bæta þá þjónustu sem um ræðir og gera reynslu þeirra sem nota hana sem allra besta. Þjónustuhönnun eflir jafnframt starfsemi þess sem þjónustuna veitir.

Á þessu námskeiði eru aðferðir þjónustuhönnunar kynntar og einblínt á feril viðskiptavinarins (e. customer journey map). Á fyrri degi læra þátttakendur að útbúa slíkan feril. Síðari daginn munu þátttakendur greina ferla viðskiptavina og læra að gera einfaldar lykilpersónur (e. prototypes) til að geta mætt  áskorunum, sem stundum eru kallaðar sársaukapunktar, í þjónustunni og læra bestu aðferðafræðina til að prófa lykilpersónurnar (e. user testing). 

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur hafi:

  • Notað aðferðir þjónustuhönnunar 
  • Geti greint og búið til viðskiptamannaferil
  • Geti búið til lykilpersónur í þeim tilgangi að prufukeyra þær.

 Þetta námskeið er meðal annars fyrir hönnuði, þjónustustjóra og þróunarstjóra viðskipta.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram þriðjudagana 5. og 12. mars kl 13:00 – 18:00.

Lengd: 10 klst (2 x 5 klst)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið. 

Leiðbeinandi

Arthur-profilbilde-2017

Arthur Myhre Scott 

Þjónustuhönnuður

Arthur Myhre Scott er þjónustuhönnuður frá Ósló. Sérsvið hans er allt sem viðkemur notendaupplifun og aðferðarfræði sem setur þarfir notandands í fyrsta sæti. 

Arthur hefur hannað stafrænar lausnir síðan 1999 sem samskiptahönnuður, grafískur hönnuður og viðmótshönnuður fyrir stór fyrirtæki í Skandinavíu og Bandaríkjunum. Verkefni hans undanfarið hefur verið að aðstoða fjármálafyrirtæki í Skandinavíu að sigrast á þeim stafrænu áskorunum sem iðnaðurinn stendur frammi fyrir í dag, ásamt því að bæta heildar notendaupplifunina og hjálpa við að halda í viðskiptavini.

Hann starfar nú sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu Itera í Ósló. Auk þess vinnur hann að því að skapa umhverfi fyrir þjónustuhönnun á Íslandi í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands.

Arthur hefur verið mikill Íslandsvinur síðan 1998 og talar íslensku nokkuð vel. Hann er tónlistarmaður í hjáverkum og syngur í íslenska kórnum í Ósló. Einnig hefur hann unnið með nokkrum vel þekktum íslensku tónlistarmönnum síðustu tvo áratugina. 

Hann er með BS í málvísindum frá Northern Virginia College (1995), lærði vefþróun hjá Computer Institute í Bandaríkjunum (1999) og tók MA í fjölmiðlahönnun hjá Háskólanum í Gjøvik í Noregi. (2012)


Verð

Verð: 65.000 kr

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og síðdegiskaffi báða dagana.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Portrett of Linda Vilhjálmsdóttir

Linda Vilhjálmsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning