Um Opna háskólann í HR

Símenntun og endurmenntun fyrir sérfræðinga og stjórnendur í atvinnulífinu

Íslenskt atvinnulíf hefur þróast mjög hratt á undanförnum árum; tækninni hefur fleygt fram og áherslur breyst töluvert. Við þurfum því stöðugt að viðhalda og bæta færni okkar og þekkingu til að vera samkeppnishæf á vinnumarkaði. Hjá Opna háskólanum í HR er mikill metnaður lagður í að vera í takt við þarfir atvinnulífsins og bjóða upp á fræðslu og menntun á lykilsviðum HR sem eru tækni, viðskipti og lög.

Viðskiptavinir okkar eru annars vegar sérfræðingar og stjórnendur sem vilja bæta árangur í starfi og efla persónulega færni og hins vegar fyrirtæki og stofnanir sem leita til okkar eftir heildarlausnum á sviði fræðslumála með fjárfestingu í mannauði og verðmætasköpun að leiðarljósi.

Námskeiðsframboð okkar byggir á traustum fræðilegum grunni og hagnýtri þekkingu úr atvinnulífinu. Leiðbeinendur við Opna háskólann í HR eru ýmist sérfræðingar Háskólans í Reykjavík, aðrir fulltrúar atvinnulífs eða erlendir gestafyrirlesarar.