Umsagnir

Sérsniðnar lausnir

Námskeiðin voru blanda af fræðilegu efni og verklegu, upplifunin var af faglega  unnu námsefni og kennslu og áhugi á okkar  fyrirtæki skein í gegn hjá leiðbeinendunum. Þau voru alltaf reiðubúin til þess að yfirfæra fræðin á það sem við vorum að gera.

Lesa meira

Almennir bókarar

Sæunn Viggósdóttir

Námið gaf mér aukna innsýn í viðfangsefni sem ættu að vera öllum þeim sem fást við bókhald kunnug. Það er hagnýtt og eykur færni og skilning sem hefur nýst mér í starfi.

Lesa meira

Stjórnendur í bílgreinum

Með náminu hef ég öðlast betri yfirsýn og er færari um að takast á við þær hindranir sem upp kunna að koma í starfi. Námið var í heildina mjög gott og í raun nauðsynlegt fyrir þá sem vilja ná lengra í sínu starfi. Auk þess var lærdómsríkt að mynda tengsl við aðra sem starfa innan bílgreina.

Lesa meira

Viðurkenndir bókarar

Hjá Opna háskólanum í HR eru framúrskarandi leiðbeinendur og starfsfólk sem leggur sig fram um að námið nýtist nemendum sem best. Við lærðum m.a. að gera ársreikning, virðisaukaskattsuppgjör, fletta upp í lögum og nýta okkur opinbera upplýsingavefi. Námið nýtist mér mjög vel til að takast á við mín daglegu verkefni.

Lesa meira

Ábyrgð og árangur stjórnarmanna

Námið tekur skilmerkilega á öllum hlutverkum stjórnarmanna og ljóst að stjórnir fyrirtækja verða faglegri með stjórnarmönnum sem hafa farið í gegnum þetta nám. Einnig var góð yfirferð á mismunandi stjórnarháttum í öðrum löndum sem kemur sér vel í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.

Lesa meira

Rekstrar- og fjármálanám

Í náminu öðlaðist ég betri skilning á rekstri, fékk góða innsýn í markaðsmál fyrirtækja og hef jafnframt aukið afköst í starfi. Leiðbeinendurnir eru miklir reynsluboltar úr atvinnulífinu sem höfðu unun að því að miðla námsefninu og sinni reynslu.

Lesa meira

Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu

Námið gefur góðan hagnýtan grunn og nýtist mjög vel í daglegu starfi við ferðaþjónustu. Sölu- og þjónustuhluti námsins var virkilega áhugaverður og mun án efa efla mig sem stjórnanda í framtíðinni.

Lesa meira

Stjórnendur í sjávarútvegi

Námið var gagnlegt, fjölbreytt og fræðandi og stóð fullkomlega undir væntingum. Það nýtist stjórnendum í sjávarútvegi vel þar sem það veitir þátttakendum tækifæri til að kynnast nýjum aðferðum og skerpa á þekkingu sinni. Tengslamyndunin innan hópsins var ómetanleg.

Lesa meira

Vinnsla og greining gagna

Starf mitt hjá Orkustofnun felst að miklu leyti í gagnavinnslu. Námið nýtist mér vel í því starfi þar sem það veitti mér fleiri tæki og tól til úrvinnslu gagna sem hafa aukið afköst mín. Námið veitir manni grunnþekkingu og opnar tækifæri til að bæta enn frekar við þá þekkingu.

Lesa meira

Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur

Sigurlaug Dröfn Guðmundsdóttir

Námið er fjölbreytt og hagnýtt. Helsti styrkleiki þess er tengingin við atvinnulífið þar sem áhersla er lögð á vettvangsferðir og gestafyrirlestra sem gefa nemendum tækifæri til að mynda tengsl við stjórnendur innan atvinnugreinarinnar. Þetta kemur sér vel þegar út á vinnumarkaðinn er komið.

Lesa meira

Vörustjórnun

Námið var mjög hagnýtt. Við fengum góða innsýn í íslensk framleiðslufyrirtæki, framleiðslufræði og aðfangastýringu og ég gat nýtt þekkingu úr náminu í starfinu strax eftir hvern dag.

Lesa meira

Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu

Námið er mjög gott fyrir alla sem koma að markaðssetningu í dag. Skemmtilegt nám sem heldur manni á tánum og nýtist í allri markaðssetningu og viðskiptum á netinu.

Lesa meira

Verðbréfaviðskipti

Námið hefur nýst mér á mörgum sviðum í mínu starfi. Meðal annars er lögð áhersla á að efla þekkingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Sú þekking hefur gagnast mér vel í mínu starfi hjá LSR. Mér finnst helstu styrkleikar námsins vera fjölbreytni í námsefni og möguleikar á tengslamyndun.

Lesa meira

PMD Stjórnendanám HR

Pétur Sigurðsson

PMD stjórnendanám HR er mjög góður kostur fyrir stjórnendur sem vilja bæta árangur sinn í starfi og efla persónulega færni. Námið er fjölbreytt og hagnýtt og hefur eflt mig í að takast á við helstu áskoranir í starfi mínu sem stjórnandi. Námið er skemmtilegt og snertir á flestum viðfangsefnum stjórnunar. Nemendahópurinn hafði fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, sem gaf náminu aukna dýpt. Allt skipulag og utanumhald námsins var til mikillar fyrirmyndar.

Lesa meira

Markþjálfun

Ég er búin að læra víða, bæði í innlendum og erlendum háskólum, og ég verð að segja að markþjálfunarnámið við Opna háskólann í HR er á heimsmælikvarða. Það er bæði mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Á stuttum tíma var ég komin með fulla verkfæratösku til að vinna með sem stjórnendamarkþjálfi. Námið nýtist einstaklega vel í mínu starfi sem stjórnendaþjálfi, stjórnarformaður og ráðgjafi í stefnumótun. Í náminu lærði ég heilmikið um sjálfa mig og hvernig ég vil taka næstu skref í eigin þroska og styðja aðra við að ná markmiðum sínum. Ég mæli heilshugar með náminu.

Lesa meira

APME Verkefnastjórnun

Námið er afar hagnýtt, fjölbreytt og tengt við raunveruleg verkefni og ætti að nýtast öllum, sama hvar þeir eru staðsettir í skipulagsheildinni. Það hefur auðveldað mér alla skipulagsvinnu hvað varðar einstök verkefni og verkefnastöðu.

Lesa meira

Straumlínustjórnun

Leiðbeinendur á námskeiðinu hafa mikla reynslu af ólíkum aðstæðum fyrirtækja í innleiðingu á straumlínustjórnun og hvaða tæki og tól eiga best við hverju sinni. Þeir hafa einnig góða þekkingu á hugmyndafræðinni og fjölbreyt ttengsl við atvinnulífið. Það var líka lærdómsríkt að fá að kynnast fyrirtækjum sem eru komin vel á veg í innleiðingu og heyra fjölbreyttar reynslusögur frá þeim.

Lesa meira