Umsagnir

Stjórnendur í verslun og þjónustu

Sófus Árni stendur fyrir framan röð skjáa

Helsti styrkleiki námsins er áhersla á hagnýt atriði sem nýtast stjórnendum í verslun og þjónustu. Námið veitir nýjum stjórnendum þekkingu á faglegum vinklum starfsins og gefur reynslumiklum stjórnendum nýja sýn á starf sitt. Í náminu eru samankomnir einstaklingar úr mismunandi verslunar- og þjónustustörfum sem miðla af fjölbreyttri reynslu.

Lesa meira

Stjórnendur framtíðarinnar

Námið skerpti á styrkleikum mínum auk þess að veita innsýn í hvernig nálgast megi krefjandi verkefni á farsælan hátt, ekki síst út frá mannlega þættinum sem er svo mikilvægur í mínu starfi. Ég öðlaðist skýrari mynd af sjálfum mér, bæði sem einstaklingi og stjórnanda, og fékk í hendurnar verkfæri sem gera mér kleift að setja mér skýrari markmið og ná þeim.

Lesa meira

Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni

Thelma-Clausen-Thordardottir_Mannaudsstjornun_I_nologo

Námið endurspeglar allar helstu hliðar mannauðsstjórnunar í sinni fjölbreyttustu mynd. Það er hagnýtt og lærdómsríkt þar sem áhersla er lögð á bæði verkefnavinnu og fyrirlestra reynslumikilla og hæfra sérfræðinga, sem sumir hverjir eru brautryðjendur í mannauðsmálum.

Lesa meira

Stjórnendaþjálfun og sérsniðnar lausnir

Gott samstarf við Opna háskólann í HR hefur átt ríkan þátt i öflugu fræðslustarfi Íslandsbanka. Í gegnum tíðina höfum við unnið saman að fjölmörgum verkefnum sem snúa að sérsniðinni þjálfun og það er óhætt að segja að samstarfið hafi einkennst af fagmennsku og ríkri þjónustulund starfsmanna Opna háskólans í HR.

Lesa meira

Stjórnendur í bílgreinum

Með náminu hef ég öðlast betri yfirsýn og er færari um að takast á við þær hindranir sem upp kunna að koma í starfi. Námið var í heildina mjög gott og í raun nauðsynlegt fyrir þá sem vilja ná lengra í sínu starfi. Auk þess var lærdómsríkt að mynda tengsl við aðra sem starfa innan bílgreina.

Lesa meira

Viðurkenndir bókarar

Í náminu öðlaðist ég dýpri skilning, færni og öryggi sem nýttist mér strax í starfi. Námið er krefjandi en um leið fjölbreytt og skemmtilegt. Ég hlakkaði alltaf til að mæta í skólann. Kennarar eru metnaðargjarnir og tekst vel að miðla námsefninu til nemenda á skýran og faglegan hátt.

Lesa meira

Ábyrgð og árangur stjórnarmanna

Námið hefur hagnýta nálgun og dýpkaði það þekkingu mína á þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem stjórnarseta felur í sér. Meðal styrkleika námsins er tenging þess við raundæmi úr samtímanum þar sem hvatt var til umræðna og opinna skoðanaskipta innan nemendahópsins.

Lesa meira

Rekstrar- og fjármálanám

Í náminu öðlaðist ég betri skilning á rekstri, fékk góða innsýn í markaðsmál fyrirtækja og hef jafnframt aukið afköst í starfi. Leiðbeinendurnir eru miklir reynsluboltar úr atvinnulífinu sem höfðu unun að því að miðla námsefninu og sinni reynslu.

Lesa meira

Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu

Námið gefur góðan hagnýtan grunn og nýtist mjög vel í daglegu starfi við ferðaþjónustu. Sölu- og þjónustuhluti námsins var virkilega áhugaverður og mun án efa efla mig sem stjórnanda í framtíðinni.

Lesa meira

Almennir bókarar

Sæunn Viggósdóttir

Námið veitti mér skýrari sýn á bókhald og aukið öryggi í starfi. Það skerpti á þeirri þekkingu sem ég bjó yfir áður auk þess að bæta heilmiklu við sem ég hafði ekki verið að nýta mér. Það hentaði mér einnig mjög vel að geta tekið námið sem fjarnám og eiga þannig kost á að stunda fulla vinnu með námi.

Lesa meira

Stjórnendur í sjávarútvegi

Námið var gagnlegt, fjölbreytt og fræðandi og stóð fullkomlega undir væntingum. Það nýtist stjórnendum í sjávarútvegi vel þar sem það veitir þátttakendum tækifæri til að kynnast nýjum aðferðum og skerpa á þekkingu sinni. Tengslamyndunin innan hópsins var ómetanleg.

Lesa meira

Vinnsla og greining gagna

Vinnsla og greining gagna

Námið veitir innsýn í helstu verkfæri sem í boði eru við greiningu og framsetningu gagna. Starf mitt felst að miklu leyti í spágerð og opnuðu námsloturnar, s.s. R-tölfræðiúrvinnsla, forritun og SQL-gagnagrunnar, augu mín á möguleikum til frekari gagnaúrvinnslu við gerð spáa.

Lesa meira

Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur

Sigurlaug Dröfn Guðmundsdóttir

Námið er hagnýtt, fjölbreytt og skemmtilegt. Það dýpkaði þá þekkingu sem ég hafði fyrir á starfsemi innan hótel- og veitingahúsageirans þar sem kennarar námsins miðluðu vel sinni sérþekkingu og reynslu úr atvinnulífinu.

Lesa meira

Vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar

Vorustjornun

Námið nýttist mér í starfi og víkkaði sýn mína á flesta þá þætti sem snúa að aðfangakeðjunni. Breiður hópur nemenda úr hinum ýmsu greinum ýtti einnig undir fjölbreyttar og skemmtilegar umræður sem draga mátti lærdóm af.

Lesa meira

Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu

Ég fór í námið til að afla mér aukinnar þekkingar um hinn ört vaxandi heim stafrænnar markaðssetningar. Helstu styrkleika námsins tel ég vera hæfni kennara og leiðbeinenda og gæði gestafyrirlesara.

Lesa meira

Verðbréfaviðskipti

Námið er lærdómsríkt og víkkaði sjóndeildarhring minn. Það hvatti mig til endurskoðunar og betrumbóta á fjölbreyttum verkefnum sem ég fæst við í starfi mínu. Helstu styrkleikar námsins felast í vandaðri kennslu reynslumikilla kennara, góðu aðgengi að gögnum og skýrum kröfum til nemenda.

Lesa meira

PMD Stjórnendanám HR

Pétur Sigurðsson

Námið skerpti vel á því sem ég taldi mig þekkja áður ásamt því að kveikja áhuga minn á nýjum viðfangsefnum. Áhersla á verkefnavinnu og raunveruleg dæmi úr atvinnulífinu gefa náminu aukna vigt. Fjölbreyttur hópur nemenda gaf náminu einnig skemmtilegan blæ og góð tengsl mynduðust.

Lesa meira

Markþjálfun

Námið bætti mig bæði sem stjórnanda og einstakling. Samskipti við fjölbreyttan hóp sérfræðinga er stór hluti af mínu starfi og í náminu lærði ég aðferðir sem bættu samskiptafærni mína og veittu nýja sýn á lausn verkefna. 

Lesa meira

APME Verkefnastjórnun

Í náminu öðlaðist ég tækifæri til að kynnast öllum hliðum verkefnastjórnunar, sem styrkti mig í að takast á við þær áskoranir sem felast í starfi mínu. Fyrirkomulag námsins, sem fjarnám ásamt staðarlotum, hentaði mér vel og gerði mér kleift að stunda námið meðfram vinnu.

Lesa meira

Straumlínustjórnun

Námið í straumlínustjórnun er hagnýtt og hefur gefið mér öflug verkfæri sem nýtast á fjölbreyttan hátt í mínu daglega starfi. Ég mæli hiklaust með náminu.

Lesa meira