Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur

Sigurlaug Dröfn Guðmundsdóttir,,Námið er hagnýtt, fjölbreytt og skemmtilegt. Það dýpkaði þá þekkingu sem ég hafði fyrir á starfsemi innan hótel- og veitingahúsageirans þar sem kennarar námsins miðluðu vel sinni sérþekkingu og reynslu úr atvinnulífinu. Áhersla á fyrirtækjaheimsóknir veitir einnig aukna innsýn í greinina auk þess sem leiðin út í atvinnulífið greiðist með eflingu tengslanets við stjórnendur sem starfa innan hennar."

Sigurlaug Dröfn Guðmundsdóttir, veitingastjóri á Café Paris.

 

Garðar Gunnlaugsson

,,Námið er fjölbreytt og hagnýtt. Helsti styrkleiki þess er tengingin við atvinnulífið þar sem áhersla er lögð á vettvangsferðir og gestafyrirlestra sem gefa nemendum tækifæri til að mynda tengsl við stjórnendur innan atvinnugreinarinnar. Þetta kemur sér vel þegar út á vinnumarkaðinn er komið."


Garðar Gunnlaugsson, knattspyrnumaður.