Stjórnendaþjálfun og sérsniðnar lausnir

Elisabet-ISB-II„Gott samstarf við Opna háskólann í HR hefur átt ríkan þátt i öflugu fræðslustarfi Íslandsbanka. Í gegnum tíðina höfum við unnið saman að fjölmörgum verkefnum sem snúa að sérsniðinni þjálfun og það er óhætt að segja að samstarfið hafi einkennst af fagmennsku og ríkri þjónustulund starfsmanna Opna háskólans í HR. Sérsniðnu námskeiðin eru árangursrík þegar markmiðin eru skýr og þarfagreiningin ítarleg. Sérfræðingar Opna háskólans eru góðir í að setja sig inn í fjölbreyttar þarfir og mæta þeim með öflugum leiðbeinendum og vel undirbúnum námskeiðum. Notalegt umhverfi og framúrskarandi þjónusta innan húsakynna Opna háskólans ýta svo enn frekar undir góða upplifun þátttakenda.“

Elísabet Helgadóttir, starfsþróunarstjóri Íslandsbanka.

 

Svali-Bjorgvinsson„Opni háskólinn í HR setti saman viðamikla röð námskeiða fyrir Icelandair Group. Markmið okkar var að bjóða stjórnendum í senn praktíska og fræðilega nálgun á viðfangsefni sem við glímum við í okkar dagleu störfum en jafnframt að blanda inn erindum sem væru líkleg til að opna augu okkar fyrir nýjum og spennandi aðferðum. Námskeiðin hafa verið fjölbreytt og markviss og hafa stjórnendur verið afar ánægðir með nálgun leiðbeinenda Opna háskólans í HR. Þá hefur á námskeiðunum skapast lifandi umræða og skoðanaskipti sem hafa átt sinn þátt í að gera námskeiðn ekki einungis gagnleg heldur líka skemmtileg.“ 

Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair Group.

 

Sigrún Helgadóttir

„Norðurál hefur notið aðstoðar Opna háskólans í HR við stjórnendaþjálfun. Þjálfunin hefur verið sérsniðin að þörfum Norðuráls og þátttakendum gert kleift að heimfæra námsefnið yfir á dagleg viðfangsefni í starfi sínu. Góðar og gagnlegar umræður hafa skapast meðan á þjálfun stendur, meðal annars um gildi fyrirtækisins sem auðveldar okkur stjórnendum Norðuráls að hafa þau sem leiðarljós í daglegum störfum.“

Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri starfmanna- og innkaupasviðs Norðuráls.