PMD Stjórnendanám HR

Pétur Sigurðsson,,Námið skerpti vel á því sem ég taldi mig þekkja áður ásamt því að kveikja áhuga minn á nýjum viðfangsefnum. Áhersla á verkefnavinnu og raunveruleg dæmi úr atvinnulífinu gefa náminu aukna vigt. Fjölbreyttur hópur nemenda gaf náminu einnig skemmtilegan blæ og góð tengsl mynduðust“.

Pétur Sigurðsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði upplýsingatækni.

 

Hrafnhildur Tómasdóttir,,Námið er fjölbreytt og hagnýtt og hefur eflt mig í að takast á við helstu áskoranir í starfi mínu sem stjórnandi. Námið er skemmtilegt og snertir á flestum viðfangsefnum stjórnunar. Nemendahópurinn hafði fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, sem gaf náminu aukna dýpt. Allt skipulag og utanumhald námsins var til mikillar fyrirmyndar“.


Hrafnhildur Tómasdóttir, sviðsstjóri ráðgjafar- og vinnumiðlunarsviðs Vinnumálastofnunar.

 

Haraldur-Smari„PMD-námið er mjög góð leið til að rifja upp og fríska upp á kunnáttuna í stjórnendafræðunum. Þar sem ég er töluvert á ferðinni vegna vinnu þá hentar námsfyrirkomulagið mjög vel. Loturnar í náminu eru mjög fjölbreyttar en eiga það allar sameiginlegt að gefa góða innsýn inn í viðfangsefnið.“


Haraldur Gunnlaugsson, Project Manager á markaðssviði Marel.

 

PMD„Kennsluformið hentar mjög vel, þar sem unnið er í lotum með eitt viðfangsefni í einu tvo daga í senn, en ég á unga fjölskyldu og er í krefjandi starfi og það tókst mjög vel að láta það ganga upp. Það var einnig mjög gott að fara í skólann einu sinni í mánuði, því þó ég væri að innbyrða mikið af þekkingu á þeim tíma þá kom ég alltaf endurnærður aftur til vinnu með nýjar hugmyndir og áskoranir til að láta reyna á.“

Guðmundur Arnar Þórðarson, vörustjóri hýsingar og rekstrar hjá Reiknistofu bankanna.