Verðbréfaviðskipti

Skuli-Skulason_Verdbrefavidskipti_I„Námið er lærdómsríkt og víkkaði sjóndeildarhring minn. Það hvatti mig til endurskoðunar og betrumbóta á fjölbreyttum verkefnum sem ég fæst við í starfi mínu. Helstu styrkleikar námsins felast í vandaðri kennslu reynslumikilla kennara, góðu aðgengi að gögnum og skýrum kröfum til nemenda.“


Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri þjónustu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 


Lilja Lind Pálsdóttir „Námið hefur nýst mér á mörgum sviðum í mínu starfi. Meðal annars er lögð áhersla á að efla þekkingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Sú þekking hefur gagnast mér vel í mínu starfi hjá LSR. Mér finnst helstu styrkleikar námsins vera fjölbreytni í námsefni og möguleikar á tengslamyndun.“ 


Lilja Lind Pálsdóttir, hagfræðingur og sérfræðingur í lífeyrisdeild LSR.

 

Kristjan-M.-Bragason--2-„Námið í HR var eitt það hagnýtasta sem ég hef kynnst. Verkefnin sem lögð voru fyrir voru sambærileg við það sem ég var að vinna að á mínum vinnustað. Nær atvinnulífinu kemst maður ekki í námi.“ 

 

Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagreiningar hjá Íslandsbanka. 

 

„Í starfi mínu reynir oft á þekkingu í grunnatriðum í fjármálafræðum og greiningu ársreikninga í tengslum við verkefni þar sem fjármögnun fyrirtækja kemur við sögu. Sú þekking sem ég öðlaðist í náminu í verðbréfamiðlun hefur því reynst mér hagnýt við þau verkefni sem ég sinni í störfum mínum. Námskeiðið sameinaði margvíslega þekkingu úr starfi mínu í eina heildarmynd og var afar fræðandi og skemmtilegt í senn.“ 

Guðrún Bergsteinsdóttir, lögmaður og eigandi LOCAL lögmanna sf. 

 

Verdbrefamidlun„Reynsla mín af Opna háskólanum er mjög góð, þar fékk ég praktískt nám sem nýttist mér vel í starfi.” 
Kristinn Björn Sigfússon, sérfræðingur í fjárstýringu hjá Landsbankanum.