Vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar

Páll Jónsson„Námið nýttist mér í starfi og víkkaði sýn mína á flesta þá þætti sem snúa að aðfangakeðjunni. Breiður hópur nemenda úr hinum ýmsu greinum ýtti einnig undir fjölbreyttar og skemmtilegar umræður sem draga mátti lærdóm af.“Páll Jónsson, umsjónarmaður á innflutnings- og tollasviði hjá Aðföngum. 


Laufey Birgisdóttir„Námið var mjög hagnýtt. Við fengum góða innsýn í íslensk framleiðslufyrirtæki, framleiðslufræði og aðfangastýringu og ég gat nýtt þekkingu úr náminu í starfinu strax eftir hvern dag. Í starfi mínu hjá Actavis gerði ég strax breytingar. Ég fékk nýja sýn og aukinn kraft til að gera úrbætur sem leiddu mig áfram í starfsþróun og að nýjum og spennandi verkefnum. Ég mæli hiklaust með náminu.“

Laufey Birgisdóttir, Product manager á vörustjórnunarsviði Actavis hf.