Undirbúningsnámskeið í stærðfræði og forritun

Stærðfræðinámskeið fyrir nýnema

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja efla undirbúning sinn í stærðfræði fyrir að hefja nám í tölvunarfræðideild. Sérstaklega veitir námskeiðið betri undirstöðu fyrir skylduáfangann “Strjál stærðfræði I” sem er skyldunámskeið á öllum línum deildarinnar. Kennslu verður háttað með fyrirlestrum kennara og dæmatímum með aðstoð.
Nauðsynlegt er að nemendur taki með sér fartölvu á námskeiðið.

Verð: 16.000 kr.

Leiðbeinendur: Henning Úlfarsson og Hjalti Magnússon

Lengd: 10 klst.(2 x 5 klst.)

Tími:      Laugardaginn 11. ágúst frá kl.11:00 - 16:00
              Sunnudaginn 12. ágúst frá kl. 11:00 - 16:00

Skráning fer fram hér .

Forritunarnámskeið fyrir nýnema

Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir þá nemendur sem hafa lítið eða ekkert snert á forritun og vilja fá innsýn inn í það sem framundan er. Farið verður yfir undirstöðuatriði forritunar og Python kynnt til leiks í framhaldinu en Python er það forritunarmál sem unnið er hvað mest með í Háskólanum í Reykjavík. Námskeiðið byggir á vinnustofum þar sem mikilvægt er nemendur fái tilfinningu fyrir þeim umhverfum sem notuð verða í náminu og fái tækifæri til að læra í gegnum verkefnavinnu.  
Nauðsynlegt er að nemendur taki með sér fartölvu á námskeiðið.

Verð: 16.000 kr.
Leiðbeinandi: Björgvin Birkir Björgvinsson


Lengd: 12 klst. (3 x 4 klst.).
Tími:        Fimmtudaginn 9. ágúst frá kl. 16:00 - 20:00
                Föstudaginn 10. ágúst frá kl. 16:00 - 20:00
                Mánudaginn 13. ágúst  frá kl. 16:00 - 20:00

Skráning fer fram hér .

Nánari upplýsingar veittar í síma 599 6300 eftir 7. ágúst 

Ath. Námskeiðið verður ekki haldið nema lágmarksþátttaka náist.