Verðbréfaviðskipti II

Hluti II: Viðskiptafræði

Námskeiðslýsing

Viðskiptafræði (60 klst)

Grundvallarþættir fjármálafræðinnar, vaxtaútreikningur, tímavirði fjármagns, fjármagnskostnaður fyrirtækja, aðferðir við mat á fjárfestingum, grundvallaratriði þjóðhagfræðinnar og greining ársreikninga.

Farið er yfir atriði í grundvallarþættir fjármála, yfirlit yfir viðfangsefni fjármálastjórnunar og efni fjármálafræða. Sem og vaxtaútreikning og tímavirði fjármagns, samval verðbréfa og verðmyndun hlutabréfa og skuldabréfa. Kenndar eru aðferðir við mat fjárfestinga og útreikningar á fjármagnskostnaði fyrirtækja.

ATHUGIÐ! Sú breyting hefur orðið á að ALLIR sem hafa hug á því útskrifast úr Verðbréfaviðskiptum og hófu próftöku eftir 2. september 2016 þurfa að ljúka próftöku í Greiningu ársreikninga
Skráning í Greining ársreikninga fer fram hér fyrir neðan.


Upplýsingar um Verðbréfaviðskipti I: Lögfræði 

Upplýsingar um Verðbréfaviðskipti III: Fjármagnsmarkaður 


Skipulag

Tími: Námskeiðið er sett upp í fjarnámi með staðbundnum lotum í Reykjavík.
Sjá dagsetningar staðarlota í kennsluáætlun. 

Lengd: Hefst 9. nóvember 2016.

Umsóknarfrestur er til 31. október. 

Kennsluáætlun í Verðbréfamiðlun II *
* Athugið að kennsluáætlun er birt með fyrirvara um breytingar.

Próf úr hluta II eru þrjú:

  1. Grunnatriði fjármála (100%).
  2. Þjóðhagfræði (100%).
  3. Greining ársreikninga (100%).

Nánari upplýsingar um próf, prófefnislýsingu og undanþágu frá próftöku er að finna á vef prófnefndar verðbréfaviðskipta hjá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.Leiðbeinandi

Leiðbeinendur eru sérfræðingar innan þeirra efnistaka sem þeir kenna og hafa undirbúið nemendur fyrir próf í verðbréfaviðskiptum um árabil.

  • Jóhann Viðar Ívarsson, IFS greining og stundakennari við Opna háskólann í HR.
  • Ólafur Ísleifsson, framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst.
  • Lúðvík Þráinsson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte og stundakennari við Opna háskólann í HR.

 

Verð

Verð: 125.000 kr í Verðbréfaviðskipti II
            45.000 kr í Greining ársreikninga

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar í staðarlotum.
Prófgjöld eru ekki innifalin í námskeiðisgjaldi.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála. Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.


Hafðu samband

Ingibjorg--2-

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri

Sandra-Kr.-Olafsdottir---RU

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri