Verðbréfaviðskipti I

Hluti I: Lögfræði 

Námið undirbýr nemendur fyrir próf í verðbréfaviðskiptum í samræmi við 53. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og reglugerð nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum, með áorðnum breytingum. Starfsmenn fjármálafyrirtækja sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga skulu hafa staðist verðbréfaviðskiptapróf. 

Námskeiðslýsing

Lögfræði (60 klst)

Grunnatriði lögfræðinnar og réttarreglur á þeim sviðum sem varða störf á fjármagnsmarkaði.

Fjallað er um nokkur grundvallaratriði lögfræðinnar. Gerð er grein fyrir grundvelli íslenskrar stjórnskipunar og megineinkennum stjórnsýslulaga og -reglna. Þá er gerð grein fyrir réttarheimildum og aðferðum við skýringar settra lagaákvæða, auk þess sem stutt innsýn er veitt inn í reglur þjóðar-, Evrópu- og EES-réttar.


Upplýsingar um  Verðbréfaviðskipti II: Viðskiptafræði

Upplýsingar um  Verðbréfaviðskipti III: FjármagnsmarkaðurSkipulag

Tími: Um er að ræða fjarnám með reglulegum staðarlotum í Reykjavík.
Sjá dagsetningar staðarlota í kennsluáætlun.

Lengd: Hefst í ágúst 2016

Kennsluáætlun fyrir Verðbréfaviðskipti I 
*Athugið að kennsluáætlun er birt með fyrirvara um breytingar. 

Próf úr hluta I eru þrjú:

  1. Íslensk réttarskipun og Evrópuréttur, fræðikerfi lögfræðinnar (65%), ágrip úr réttarfari (35%).
  2. Viðfangsefni úr fjármunarétti (40%), félagaréttur (40%), ábyrgðir (20%).
  3. Viðskiptabréfareglur (60%), veðréttindi (25%), þinglýsingar (15%).

Skráning í próf hefst haustið 2016.

Nánari upplýsingar um próf, prófefnislýsingu og undanþágu frá próftöku er að finna á vef prófnefndar verðbréfaviðskipta hjá Fjármála- og efnhagsráðuneytinu.Leiðbeinendur

Leiðbeinendur eru starfandi lögmenn og stundakennarar við lagadeild Háskólans í Reykavík. Þeir eru sérfræðingar innan þeirra efnistaka sem þeir kenna og hafa undirbúið nemendur fyrir próf í verðbréfaviðskiptum um árabil.

  • Bjarni Aðalgeirsson, hdl. fulltrúi hjá Juris
  • Einar Farestveit, hdl. hjá Lögmönnum Höfðabakka
  • Einar Örn Davíðsson, hdl. hjá LEX lögmannsstofa
  • Magnús H. Magnússon, hdl. hjá Mandat lögmannsstofa
  • Sigurður Guðmundsson, hdl. hjá Arion banka
  • Stefán A. Svensson, hrl. eigandi Juris
  • Vífill Harðarson, hrl. eigandi Juris 

Verð

Verð: 125.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar í lengri staðarlotum.
Prófgjöld eru ekki innifalin í námskeiðsgjaldi.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála. Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.


Hafðu samband

Sandra-Kr.-Olafsdottir---RU

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri


Ingibjorg--2-

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri