Viðburðastjórnun og miðlun upplýsinga

Námskeiðslýsing

Hagnýtt námskeið fyrir alla þá sem koma með einhverjum hætti að skipulagningu viðburða s.s. sýninga, hátíða, tónleika, ráðstefna jafnt stórra sem smárra allt frá því að hugmynd kviknar þar til viðburði er lokið. 

Farið verður í gerð verkáætlunar sem grundvöll að góðri verkefnastjórnun. Skoðað verður að hverju þarf að huga við undirbúning og skipulag viðburðar, markaðssetningu, markmiðasetningu, framkvæmd, samantekt og mat á viðburði. 

Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, verkefnavinnu, gestafyrirlestrum frá fyrirtækjum og hagsmunasamtökum.

Námsmarkmið
Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að:

  • skilja og gera sér grein fyrir líftíma verkefnis og lykilþáttum verkefnastjórnunar viðburða
  • hafa öðlast hagnýta innsýn í það ferli sem fara þarf í gegnum þegar viðburður er undirbúinn
  • fá innsýn í mikilvægi almannatengsla og kynningarleiða
  • hafa hugmynd um það hvernig bregðast má við óvæntum uppákomum
  • skilja mikilvægi faglegrar samantektar, að viðburði loknum
  • hafa kynnst því hvernig nota má viðburðastjórnun sem öflugt tól í markaðssetningu, samskiptum og almannatengslum 

Skipulag

Tími: Námskeiðið verður kennt:

  • Mánudaginn 23. apríl kl. 09:00-12:00.
  • Miðvikudaginn 25. apríl kl. 09:00-12:00.
  • Mánudaginn 30. apríl kl. 09:00-15:30.
  • Miðvikudaginn 2. maí kl. 09:00-15:00. 

Lengd: 18 klst.

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinendur

Hulda-Bjarnadottir

Hulda Bjarnadóttir

Forstöðumaður viðskiptaþróunar Árvakurs

Hulda hefur komið að framkvæmd fjölbreyttra viðburða hérlendis og erlendis en í dag starfar hún sem forstöðumaður viðskiptaþróunar Árvakurs og einn þáttastjórnenda Magasínsins á K100. Áður var hún framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands þar sem hún kom að framkvæmd viðburða á ólíkum mörkuðum. Einnig stýrði hún fjölda verkefna og viðburða sem framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu. Hulda er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík 2008 og BSc í Viðskiptafræði 2004.

Andres_1522062629054

Andrés Jónsson

Sérfræðingur í almannatengslum, eigandi Góðra samskipta

Andrés er stofnandi og eigandi Góðra samskipta. Hann hefur starfað við fjölmiðla og almannatengsl í meira en 10 ár. Andrés hefur haldið fjölda fyrirlestra um almannatengsl, krísustjórnun, samfélagsmiðla, fjölmiðlaframkomu, markaðssetningu á netinu og tengslamyndun og hefur kennt á námskeiðum á vegum Háskólans í Reykjavík, Listaháskólans, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri.


Verð

Verð: 92.000 kr.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri