Námskeið

Stígur hugrekkisins - The Daring Way

Byggt á kenningum Dr. Brené Brown

  • 25.9.2017

Námskeiðslýsing

The Daring Way™ " Show Up | Be Seen | Live Brave "

The Daring Way™ aðferðafræðin er þróuð til að aðstoða fólk við að „mæta, láta sjá sig og lifa hugrakkara lífi“.

Á vinnustofunni könnum við efni eins og berskjöldun, samkennd, hugrekki, skömm og verðugleika. Við könnum hvaða hugsanir, hegðun og tilfinningar hamla okkur og greinum hvernig nýtt val og nýjar venjur geta hjálpað okkur að lifa betra lífi, sátt við okkur sjálf eins og við erum. Áhersla er lögð á að auka seiglu og viðbrögð við skömm og þróa daglegar venjur sem gjörbreyta því hvernig við lifum, elskum, ölum upp börnin okkar og stjórnum fólki.

Dr. Brené Brown er félagsráðgjafi og rannsóknarprófessor við Houston háskóla í Texas. Hún hefur varið síðustu 15 árum í að rannsaka berskjöldun, hugrekki, samkennd, verðugleika og skömm. Hún er höfundur metsölubókanna The Gifts of Imperfection, Daring Greatly og Rising Strong.  Árið 2010 hélt hún TED fyrirlestur The Power of Vulnerability sem ríflega 25 milljónir hafa hlýtt á. Hún hefur hannað námsefni byggt á fræðum sínum og látið þjálfa fólk upp í að nota það. Dr. Brown hefur unnið með fjölmörgum Fortune 400 fyrirtækjum sem vilja breyta fyrirtækja menningu sinni og þróa stjórnendur. Fræði hennar nýtast einnig frumkvöðlum, þeim sem vinna við breytingastjórnun og með fólki yfirleitt.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram mánudaginn 25. september og miðvikudaginn 27. september frá kl. 13:00 - 17:00.  

Lengd: 2x4 klst. (8 klst)

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.    

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Ragnhildur-Vigfusdottir_mynd

Ragnhildur Vigfúsdóttir

CDWF
Certified Daring Way Facilitator

Ragnhildur Vigfúsdóttir er CDWF og hefur leyfi til að kenna efnið. Ragnhildur hefur áralanga reynslu af mannauðsmálum, bæði sem jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor við Nordens Folkliga Akademi og starfsþróunarstjóri Landsvirkjunar. Hún er með MA frá NYU, diplóma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Ragnhildur er ACC vottaður markþjálfi frá Coach Utbildning Sverige og Master Coach frá Bruen (NLP).

Verð

Verð:  kr. 48.000.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og létt kaffi hressing.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra Kr. Olafsdottir

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri