Virðisgreining (e. Value Stream Mapping)

Námskeiðslýsing

Virðisgreining (e. Value Stream Mapping) er hagnýtt verkfæri úr straumlínustjórnun sem fyrirtæki geta nýtt sér til að greina og teikna upp ferli frá viðskiptavini til birgja, bæði hvað varðar efni og upplýsingar. Virðisgreining er gagnleg til að koma auga á sóun og leiðir til að eyða henni og skapa þannig meira virði fyrir viðskiptavininn. 

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig fyrirtæki geta greint núverandi ástand, framtíðarástand og fullkomið ástand fyrirtækja með því að útbúa kort fyrir hvert stig. Kortin eru greind, aðgerðaáætlun útbúin og tillögur að umbótaverkefnum settar upp.

Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að greina virði sinna fyrirtækja og opna augun fyrir hvernig þetta verkfæri geti nýst til að skilja ferli og flæði innan fyrirtækja. 

Helstu hugtök og aðferðir sem farið verður yfir á námskeiðinu:

  • 10 skrefa leið til að virðisgreina
  • Stofnskrá og umfang
  • Núverandi ástand
  • Framtíðarástand
  • Fullkomið ástand
  • Verkefnaval
  • Aðgerðaráætlun
  • SIPOC ferlagreining
  • Mælingar og gögn

Skipulag

Tími: Námskeiðið fer fram mánudaginn 16. apríl kl. 09:00-16:00.

Lengd: Samtals 7 klst.

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Viktoriajens_1512665922205


Viktoría Jensdóttir

Verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra LSH

Viktoría er með meistaragráðu í Iðnaðarverkfræði frá HÍ, hún starfar nú sem verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Landspítalans en áður var hún deildarstjóri Virðisþróunar hjá Símanum og deildarstjóri umbóta og öryggis hjá Össuri. Hún er með silfur í Lean Black Belt Six Sigma frá Pyzdek Institute og hefur stýrt straumlínuhópi Dokkunnar og kennt straumlínustjórnun við Háskóla Íslands ásamt sjálfstætt hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á Íslandi. 

Hún hefur víðtæka reynslu á sviði straumlínustjórnunar, hún fékk sína fyrstu reynslu á því sviði þegar hún starfaði hjá Alcoa Fjarðaál enn þar fann hún sig í ferlum og stöðugum umbótum. Hún hefur einnig reynslu úr öðrum stórum framleiðslufyrirtækjum og skrifstofu umhverfi, einnig hefur hún tekið námskeið á vegum Lean Enterprise Institue og Gemba academy, lært af fjölmörgum erlendum ráðgjöfum og setið hinar ýmsu ráðstefnur um straumlínustjórnun. 

Hún hélt fyrirlestur um hvað kaizen væri á Lean Ísland 2012 og talaði um A3 og hvernig Össur notar þá á Lean Ísland 2011 og European Manufacturing Summit 2013. Þá hefur hún einnig verið fyrirlesari á AME sem er ein af stærstu lean ráðstefnunum. Þar talaði hún um hvernig Össur notar m.a. tillögukerfi og Lean skólann fyrir sína starfsmenn.

Verð

Verð: 65.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri