Viltu spjalla?
Náms- og starfsráðgjafar veita upplýsingar um námið við HR og aðstoða einstaklinga við að ná árangri í námi, átta sig á áhuga sínum og styrkleikum. Þar er einnig hægt að taka áhugasviðspróf gegn vægu próftökugjaldi. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, hópráðgjöf og fjölbreytt þverfagleg námskeið.
Bókaðu viðtal við okkur
Það er hægt að bóka tíma hjá okkur í náms- og starfsráðgjöf með tiltölulega einföldum hætti í gegnum bókunarkerfi Karaconnect. Mælt er með því að nota Chrome vafrann í stað Safari.
Leiðbeiningar fyrir einstaklinga sem hafa ekki komið áður í gegnum bókunarkerfið:
1. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan Bóka tíma
2. Skráðu þig inn í Karaconnect með því skrá netfang og lykilorð
3. Eftir nýskráningu lendir þú á síðu náms- og starfsráðgjafa Háskólans í Reykjavík
4. Undir hverjum ráðgjafa getur þú skoðað dagatalið þeirra. Hægt að velja tíma þar sem hentar
5. Smelltu á lausan tíma í dagatalinu sem hentar þér og bókaðu tíma.
- Ef þú ert að koma í fyrsta skiptið í gegnum Karaconnect þá skráir þú þig hér: Bóka tíma
- Ef þú hefur áður stofnað aðgang inn á Karaconnect skráir þú þig hér: innskráður notandi
Fylgstu með
Hér á vefnum er að finna upplýsingar um úrræði í boði og ýmsar gagnlegar upplýsingar. Fylgstu einnig með Facebook síðu náms- og starfsráðgjafar. Þar er sagt frá námskeiðum, hádegisfyrirlestrum og hinum ýmsum úrræðum sem gagnast geta í námi og starfi.
Bestu kveðjur,Gréta, Hildur Katrín og Stella.
Viðtalstímar
- Hægt er að bóka tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum HR alla virka daga.
- BÓKAÐU TÍMA - Í bókunarkerfinu má finna tíma sem hentar.
- Ef þið finnið ekki tíma sem hentar ykkur þá vinsamlegast hafið samband við okkur með því að senda tölvupóst.
Námsráðgjöf
Við leggjum áherslu á að:
- efla færni og metnað nemenda varðandi nám og störf.
- styrkja nemendur sem námsmenn og sérfræðinga þannig að þeir nái hámarksárangri.
- auka sjálfsöryggi og sjálfsþekkingu nemenda.