Náms- og
starfsráðgjöf

Viltu spjalla?

Náms- og starfsráðgjafar veita upplýsingar um námið við HR og aðstoða einstaklinga við að ná árangri í námi, átta sig á áhuga sínum og styrkleikum. Þar er einnig hægt að taka áhugasviðspróf gegn vægu próftökugjaldi. 

Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, hópráðgjöf og fjölbreytt þverfagleg námskeið. Einnig er gott samstarf við sálfræðiþjónustu HR. 

Náms- og starfsráðgjöf HR er að taka upp nýtt bókunarkerfi í samstarfi við Karaconnect í september 2019. Hér getur einstaklingur fundið tíma sem hentar. 

Hér á vefnum er að finna upplýsingar um úrræði í boði og ýmsar gagnlegar upplýsingar. Fylgstu einnig með Facebook síðu náms- og starfsráðgjafar. Þar er sagt frá námskeiðum, hádegisfyrirlestrum og hinum ýmsum úrræðum sem gagnast geta í námi og starfi.

Bestu kveðjur,
Gréta, Hildur Katrín, Lóa Hrönn og Stella.

Náms- og starfsráðgjafar Háskólans í Reykjavík


Viðtalstímar

  • Viðtalstímar náms- og starfsráðgjafa eru alla virka daga. 
  • Hér má finna bókunarkerfið sem hægt er að finna tíma sem hentar.
  • Ef þið finnið ekki tíma sem hentar ykkur þá vinsamlegast hafið samband við okkur með því að senda tölvupóst.

Náms- og starfsráðgjöf

Við leggjum áherslu á að:

  • efla færni og metnað nemenda varðandi nám og störf.
  • styrkja nemendur sem námsmenn og sérfræðinga þannig að þeir nái hámarksárangri.
  • auka sjálfsöryggi og sjálfsþekkingu nemenda.