Námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf ásamt sálfræðiþjónustu er í boði fyrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík 

Viltu spjalla?

Námið í Háskólanum í Reykjavík er krefjandi en að sama skapi er leitast við að veita nemendum þjónustu sem auðveldar eðlilega framvindu náms. Í HR er öflug náms- og starfsráðgjöf. Einstaklingar geta komið í viðtal og fengið ráðgjöf varðandi námsval, stuðning og hvatningu í námi, náms- og próftækni, markmiðasetningu- og tímastjórnun, áhugasviðspróf, styrkleikapróf, endurgjöf á kynningarbréfi og ferilskrá og annað sem tengist náms- og starfsþróun. 

Einnig heldur námsráðgjöf HR utan um: 

  • örfyrirlestra yfir skólaárið 
  • geðheilbrigðisviku 
  • sálfræðiþjónustu
  • vinnusmiðjur um atvinnuleit 
  • hugleiðslutíma með leiðsögn
  • sérúrræði í námi 

Nemendum í HR býðst sálfræðiþjónusta innan skólans

Í boði eru viðtöl við sálfræðing og námskeið til að fást við einkenni kvíða, prófkvíða og þunglyndis. Þjónustan er veitt af sálfræðiþjónustu HR. Sjá nánar undir Sálfræðiþjónusta.

Náms- og starfsráðgjafar veita upplýsingar um námið við HR og aðstoða einstaklinga við að ná árangri í námi, átta sig á áhuga sínum og styrkleikum. Þar er einnig hægt að taka áhugasviðspróf gegn vægu próftökugjaldi. 

Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, hópráðgjöf og fjölbreytt þverfagleg námskeið. Bókaðu tíma hér

Bestu kveðjur,
Gréta, Hildur Katrín og Stella

Viðtalstímar

  • Hægt er að bóka tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum HR alla virka daga.
  • BÓKAÐU TÍMA - Í bókunarkerfinu má finna tíma sem hentar.
  • Ef þið finnið ekki tíma sem hentar ykkur þá vinsamlegast hafið samband við okkur með því að senda tölvupóst.

Námsráðgjöf

Við leggjum áherslu á að:

  • efla færni og metnað nemenda varðandi nám og störf.
  • styrkja nemendur sem námsmenn og sérfræðinga þannig að þeir nái hámarksárangri.
  • auka sjálfsöryggi og sjálfsþekkingu nemenda.